Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100315 - 20100321, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 1240 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í vikunni. Mesta virknin var í Eyjafjallajökli og í vikulokin hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi. Stærsti skjálfti vikunnar varð á Kolbeinseyjarhrygg og var hann 3,5 stig.

Suðurland

Um 30 smáskjálftar mældust í Ölfusi, skammt frá Raufarhólshelli og á Kross-sprungunni. Sjö skjálftar mældust við Húsmúla á Hellisheiði og er það sennilega í sambandi við niðurdælingu á svæðinu. Nokkrir smáskjálftar urðu á sprungunum á Suðurlandi.

Reykjanesskagi

Nokkrir smáskjálftar mældust á Reykjanesskaganum, flestir við Kleifarvatn. Þrír skjálftar urður á Reykjaneshrygg og var sá stærsti tæp þrjú stig.

Norðurland

Rúmlega 100 skjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Norðaustan Grímseyjar varð rúmlega tugur skjálfta, sá stærsti 2,6 stig. Í Öxarfirði mældust ríflega 60 skjálftar, allir innan við tvö stig. Smáskjálftahrina varð við Skógareyrar, sunnan Öxarfjarðar á miðvikudagskvöld og stóð hún í sólarhring. Tíu smáskjálftar mældust norðarlega í Gjástykki á þriðjudeginum. Fimm skjálftar urðu á Kolbeinseyjarhrygg og var sá stærsti 3,5 stig og jafnframt stærsti skjálftinn sem mældist í vikunni.

Hálendið

Um 30 skjálftar mældust í Vatnajökli öllum, flestir undir Bárðarbungu en þar mældust 12 skjálftar. Á Lokahrygg mældust sjö skjálftar, þrír við Grímsvötn og fjórir undir Kverkfjöllum. Allir skjálftarnir voru undir tveimur stigum að stærð. Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust tæplega 30 smáskjálftar.

Mýrdalsjökull

Búið er að staðsetja tæplega 1000 skjálfta í Eyjafjallajökli. Skjálftadreifin færðist austar í jöklinum eftir því sem leið á vikuna. Flestir voru skjálftarnir á 7-10 kílómetra dýpi þar til á föstudag en þá grynnkuðu þeir og voru þá á u.þ.b. 4-6 kílómetra dýpi. Á laugardagsmorgni mældust skjálftarnir enn grynnra og nokkrir upp undir yfirborði. Um miðjan þann dag mældist skjálfti sem var stærri en tvö stig en áður höfðu skjálftarnir verið mun minni. Undir miðnætti það kvöld hófst svo eldgos á Fimmvörðuhálsi. Hér má sjá mynd sem sýnir alla skjálfta vikunnar og dýpi skjálftanna.
Á þessari mynd sjást skjálftarnir sem urðu á laugardeginum 20. mars. Þar sést líka vel hvernig dýpið grynnkar til norðurs og austurs.

Sigþrúður Ármannsdóttir