Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100405 - 20100411, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftavirkni í vikunni var frekar lítil, en dreifð. Staðsettir voru 232 jarðskjálftar.

Suðurland

Í nágrenni Langjökuls mældust tveir jarðskjálftar og 45 á Suðurlandi, allir litlir.

Reykjanesskagi

Þrír litlir jarðskjálftar mældust við Trölladyngju og Kleifarvatn. Sjö jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti var 2,5 að stærð.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 77 jarðskjálftar, þar af um helmingur í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn þar var um 2,5 að stærð. Tveir skjálftar mældust undir Flateyjardalsheiði. Átta skjálftar mældust á Kolbeinseyjarhrygg, um 200 km NNA af Kolbeinsey, þeir stærstu voru tæplega 4 að stærð.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 29 jarðskjálftar, einn jarðskjálfti í Kverkfjöllum og einn undir Vonarskarði. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð, skammt fyrir norðan Grímsfjall. Tuttugu litlir skjálftar mældust í nágrenni Öskju og Herðubreiðar, þar af helmingur um 5 km norðan Upptyppinga.

Mýrdalsjökull

Í lok vikunnar lauk eldgosi á Fimmvörðuhálsi sem stóð í 3 vikur. Jarðskjálftar undir Eyjafjalljökli og í næsta nágrenni voru 39. Flestir þessara jarðskjálfta voru undir austanverðum Eyjafjallajökli. Sá stærsti var 3,7 að stærð, klukkan 15:32, þriðjudaginn 6. apríl. Hann fannst m.a. undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, á Hvolsvelli og í Gunnarsholti. Einn jarðskjálfti mældist vestast í Kötluöskjunni, tveir jarðskjálftar mældust við Goðabungu vestast í Mýrdalsjökli. Vegna óróa frá eldgosinu var næmni kerfisins á svæðinu nokkru minni en ella.

Einar Kjartansson