Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100419 - 20100425, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jaðrskjálftavirkni var ekki mikil í vikunni miðað við undanfarnar vikur, en staðsettir voru 152 skjálftar. Stærsti skjálftinn í vikunni mældist 186 km SA af Hornafirði og var hann 2,25 af stærð.
Um eldgosið í Eyjafjallajökli má lesa á sér vefsíðu um gosið þar sem því er lýst dag frá degi.

Suðurland

Aðeins 14 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Allir voru þeir minni 1en einn af stærð.

Reykjanesskagi

Fjórir skjálftar mældust á Reykjanesskaga og þrír skjálftar á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn var rúmlega tveir af stærð.

Norðurland

Mest var virknin norðan við landið, en þar voru staðsettir 73 skjálftar. Einn skjálfti mældist rétt NV við Bæjarfjall og einn rétt við Kröflu.

Hálendið

Á svæðinu við Öskju og Herðubreið voru staðsettir 22 skjálftar. Skjálftarnir voru allir litlir, en sumir hverjir voru nokkuð djúpir eða á rúmlega 20 km dýpi.
Einn skjálfti mældist á Arnarvatnsheiði.

Vatnajökull

Nokkuð dreifð virkni í Vatnajökli, en þar voru staðsettir 22 skjálftar. Mest var virknin við Bárðarbungu og við jökuljaðarinn norður af Bárðarbungu, alls 15 skjálftar. Allir skjálftarnir voru minni en tveir af stærð.

Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull

Enginn skjálfti mældist í Mýrdalsjökli, en 8 skjálftar í Eyjafjallajökli og tveir skjálftar á Fimmvörðuhálsi. Um eldgosið í Eyjafjallajökli má lesa á sér vefsíðu um gosið.

Hjörleifur Sveinbjörnsson