Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100524 - 20100530, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust í vikunni. Mesta virknin var í nágrenni Grímseyjar en þar hófst skjálftahrina aðfararnótt laugardagsins 29. maí og stóð hún fram á sunnudag. Stærsti skjálftinn í hrinunni var tæp þrjú stig og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar.

Suðurland

Í Ölfusi mældust yfir 50 skjálftar. Mest var virknin við Raufarhólshelli og í Þrengslum og urðu flestir skjálftarnir frá því um miðja viku og fram að helgi. Stærsti skjálftinn var rúm tvö stig. Á Kross-sprungunni mældust 14 smáskjálftar auk nokkurra smáskjálfta víðsvegar um Suðurlandið. 

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesi og Reykjaneshrygg.

Norðurland

Á og úti fyrir Norðurlandi mældust um 270 skjálftar, þar af 215 norðaustur af Grímsey, en þar hófst skjálftahrina aðfararnótt laugardagsins 29. maí og stóð hún fram á sunnudag. Stærsti skjálftinn í hrinunni var tæp þrjú stig og var það jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Sjö skjálftar mældust í Öxarfirði og um 40 fyrir mynni Eyjafjarðar. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar við Kröflu og víðar á Norðurlandi.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust tæplega 20 skjálftar, flestir undir Bárðarbungu. Við Hamarinn urðu nokkrir skjálftar og einn af þeim var stærsti skjálftinn í jöklinum, 2,6 stig. 
Um 30 smáskjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls, flestir norðan Álftadalsdyngju og í nágrenni Öskju. 
Nokkrir smáskjálftar mældust í Vestara-gosbeltinu.

Mýrdalsjökull

Í Eyjafjallajökli mældust 65 smáskjálftar og voru flestir þeirra við toppgíginn og fremur grunnir.Í Mýrdalsjökli mældist um tugur skjálfta, flestir innan öskjunnar.
Á Torfajökulssvæðinu og við Tindfjallajökul mældust auk þess nokkrir smáskjálftar. 

Hjörleifur Sveinbjörnsson