Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100607 - 20100613, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Ríflega 250 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærsti skjálftinn sem mældist þessa vikuna, ML 2,4 að stærð, varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar 13. júní en sá næststærsti, ML 2,3, varð úti á Reykjaneshrygg.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust nærri Ölkelduhálsi á Hengillsvæði en þeir voru allir litlir. Tugir skjálfta mældust einnig á Kross-sprungu og vestast í Hjallahverfi en þeir voru allir mjög litlir. Auk þess mældust nokkrir litlir skjálftar víðar í Suðurlandsbrotabeltinu.

Reykjanesskagi

Mjög lítið var um skjálftavirkni á Reykjanesskaga, einn lítill skjálfti varð í Bláfjöllum, annar í Brennisteinsfjöllum og einn undir Kleifarvatni. Hins vegar voru 37 skjálftar staðsettir 2-3 km NNV af Eldey á Reykjaneshrygg 12.-13. júní.

Norðurland

Á sjöunda tug skjálfta voru staðsettir úti fyrir Norðurlandi, þar af urðu hátt í 40 skjálftar úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Einn skjálfti mældist við Árskógssand og einn inn (SV) af Skjálfanda, og reitingur af skjálftum var staðsettur nærri Grímsey og í Öxarfirði.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu (ML 1,2 og 1,8). Einn skjálfti mældist við Grímsvötn, hann var ML 1,8 að stærð á ríflega 2 km dýpi. Skjáltar mældust einnig við Hamarinn og Bárðarbungu. Þá mældust einnig allnokkrir skjálftar nærri Kverkfjöllum. Staðsetning þeirra er nokkuð dreifð og er mögulegt að umísskjálfta hafi verið að ræða. Einn skjálfti mældist við Öskju, tveir við Herðubreiðartögl, nokkrir norðan Álftadalsdyngju og einn á Kröflusvæði.

Mýrdalsjökull

Þrettán litlir (ML 1 eða undir) skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli, flestir þeirra urðu undir/nærri toppgígnum. Nítján skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli og þar af urðu 13 þeirra innan öskjunnar.

Sigurlaug Hjaltadóttir Sigþrúður Ármannsdóttir aðstoðaði.