Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100913 - 20100919, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 223 skjálftar. Í byrjun vikunnar var virknin mest við Grímsey og mældust þar 48 skjálftar og var stærsti skjálftinn þar af stærðinni 3,3.
Föstudaginn 17. september hófst skjálftaruna á 5-10 km svæði NNA af Mánáreyjum og mældust þar rúmlega 50 skjálftar og mældist stærsti skjálftinn þar þann 19. september, 3,5 af stærð.
Þann 19. september mældist skjálfti í Bárðarbungu af stærðinni 3,0.

Suðurland

Virknin var með rólegra móti, en 29 skjálftar mældust, þar af voru 14 í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Við Kleifarvatn mældust 8 skjálftar og tveir skjálftar út á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Eins og áður segir, þá var virknin þó nokkur fyrir norðan landið, en rúmlega 100 skjálftar mældust. Virknin við Grímsey hefur verið þó nokkur á árinu, en þar hafa mælst um 2000 skjálftar það sem af er ári.
Föstudaginn 17. september hófst skjálftaruna á 5-10 km svæði NNA af Mánáreyjum og mældust þar rúmlega 50 skjálftar og mældist stærsti skjálftinn þar þann 19. september, 3,5 af stærð.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust tæplega 40 skjálftar. Við Bárðarbungu mældust um 30 skjálftar og varð stærsti skjálftinn þar þann 19. september, 3,0 af stærð. um 8 km ANA af Hamrinum mældust þrír skjálftar. Um 5 km NV af Kverkfjöllum mældust þrír skjálftar, einn skjálfti við Háubungu og einn skjálfti rétt við Snjófjall, austast í jöklinum.

Mýrdalsjökull

11 skjálftar voru staðsettir í námunda við Goðabungu, 3 skjálftar við Fimmvörðuhálsinn og tveir skjálftar innan Kötluöskjunnar.
Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli.

Hjörleifur Sveinbjörnsson