Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20101108 - 20101114, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 270 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Flestir, eða um 140, áttu upptök vestan við Kleifarvatn. Stærsti skjálfti vikunnar mældist við Esjufjöll í Vatnajökli, 3,0 stig.

Suðurland

Lítil skjálftavirkni var á Hengilssvæðinu. Nokkur smáskjálftavirkni var þó á suðurhluta Krosssprungunnar.
Fáir jarðskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi. Allir voru innan við einn að stærð nema einn sem átti upptök nálægt Vatnafjöllum. Hann var 1,7 stig.

Reykjanesskagi

Flestir skjálftar vikunnar áttu upptök vestan við Kleifarvatn, eins og í fyrri viku. Um 140 skjálftar voru staðsettir, langflestir innan við einn að stærð. Stærsti skjálftinn, 2,7 stig, varð rétt eftir miðnætti 11. nóvember og fannst á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, stærsti um 2,5 stig.

Norðurland

Aðeins um tíu skjálftar voru staðsettir norðan við land, allir innan við tveir að stærð. Á Kröflusvæðinu mældust þrír smáskjálftar, stærsti 1,2 stig.

Hálendið

Einn skjálfti mældist við Blöndulón, 2,1 stig, og einn við Þórisjökul, 1,2 stig.
Nokkrir tugir skjálfta mældust undir Vatnajökli. Enn mælist virkni við Esjufjöll, hátt í 20 skjálftar í þessari viku, sá stærsti 3,0 stig. Skjálftar mældust einnig við Kistufell, nokkrir á Lokahrygg og við Grímsvötn.
Á annan tug smáskjálfta mældist norðan Vatnajökuls, flestir við Öskju.

Mýrdalsjökull

Um 15 skjálftar voru staðsettir við Goðabungu í vestanverðum Mýrdalsjökli, stærsti um tvö stig. Nokkrir skjálftar mældust undir Sandfellsjökli, austan öskjunnar. Stærsti var um 1,5 að stærð.
Engir skjálftar mældust undir Eyjafjallajökli í vikunni. Þrír skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, stærsti 1,4 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir