| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20110103 - 20110109, vika 01

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í fyrstu viku ársins 2011 mældist 281 jarðskjálfti. Sá stærsti átti upptök sín norður á Kolbeinseyjarhrygg, af stærð 3,4. Mest var virknin við Kleifarvatn, en þar mældust 80 skjálftar. Mikill kuldi var í vikunni og breytingar á hitastigi, þannig að mikið var um frostbresti í jörðu. Sumir af minnstu skjálftunum á kortinu, ekki síst í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul, eru að öllum líkindum frostbrestir.
Hvassviðri geysaði suma daga, sér í lagi þann 6. janúar. Við þær aðstæður drukkna smærri skjálftar í vindhávaðanum og skýrir það að einhverju leit hversu fáir jarðskjálftar komu fram 6. janúar.
Smá hrina varð við Bjarnarfell í uppsveitum Árnessýslu aðfararnótt 9. janúar. Stærsti skjálftinn varð klukkan 02:12 og mældist af stærð 2,7. Hann fannst við Geysi, í Úthlíð og á Reykjum.
Reykjanesskagi
Á Reykjaneshrygg, um 40 km út af Reykjanestá, mældust fjórir skjálftar seinni hluta vikunnar, sá stærsti fékk stærðina 2,7. Við Kleifarvatn mældust 80 skjálftar, sá stærsti um 2 að stærð.
Suðurland
Á Suðurlandi mældust 23 skjálftar á stærðarbilinu Ml -0,6 - Ml 0,9, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008.
Norðurland
Frekar rólegt var við Norðurland þessa vikuna. Í Tjörnesbrotabeltinu, norður af landinu, mældust 46 skjálftar, sá stærsti af stærð Ml 2,4 við Grímsey. Einn smáskjálfti mældist í Kelduhverfi og þrír við Þeistareyki.
Hálendið
Undir norðvestanverðum Vatnajökli mældust 32 skjálftar, allir undir Ml 2 að stærð. Flestir skjálftanna eru annars vegar við Kistufell og hins vegar við Bárðarbungu. Einn skjálfti mældist við Þórðarhyrnu, einn við Háubungu og tveir við Grímsfjall.
Í Esjufjöllum mældust tveir skjálftar og einn í Kverkfjöllum.
Nokkrir skjálftar mældust við Öskjuvatn og við Herðubreiðartögl, en enginn skjálfti á svæðinu náði stærð Ml2.
Aðrararnótt sunnudags mældust nokkrir skjálftar í nágrenni við Geysi. Sá stærsti, Ml 2,7, fannst allt að Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Einn smáskjálfti mældist við Skjaldbreið í byrjun vikunnar.
Mýrdalsjökull
Við Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul eru staðsettir 33 atburðir, en margir þeirra eru ísbrestir.
Fimmtudagur 6. janúar: Í nótt og í dag hafa mælst fjöldi frostbresta og ísskjálfta í Suðurjöklunum. Mjög erfitt er að staðsetja þessa atburði, en allir þessir litlu dreifðu atburðir sem sjást á kortinu eru tilkomnir sem tilraun til að staðsetja þá. Engin aukin virkni mælist undir jöklunum.
Steinunn S. Jakobsdóttir