Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110110 - 20110116, vika 02

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru um 250 jarðskjálftar staðsettir. Helsti atburður vikunnar var skjálftavirkni við Grímsvötn að morgni fimmtudags 13. janúar. Fjórir skjálftar voru staðsettir, sá stærsti 4,2 stig.

Reykjaneshryggur og Reykjanesskagi

Fimmtán jarðskjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, langflestir mánudaginn 10. janúar um 50 kílómetra frá landi. Stærsti var 3,4 stig. Á Reykjanesskaga mældust um 40 smáskjálftar á Kleifarvatnssvæðinu. Norðaustur af Helgafelli mældust átta skjálftar, sá stærsti 1,5 stig.

Suðurland

Um 20 skjálftar voru staðsettir við Húsmúla á Hengilssvæðinu, stærsti tvö stig. Nokkrir smáskjálftar mældust á Krosssprungu. Á annan tug skjálfta mældist á Suðurlandsundirlendinu, flestir á Hestvatnssprungunni.

Norðurland

Rúmlega 40 skjálftar mældust norðan við land, um helmingur í Öxarfirði. Stærsti var 2,4 stig með upptök við Grímsey.

Hálendið

Þann 13. janúar kl. 09:22 varð skjálfti 4,2 að stærð með upptök norðan við Grímsfjall. Um kl. 09:06 urðu þrír skjálftar á sömu slóðum, sá stærsti um 3,5 stig. Um svipað leyti kom fram mikil smáskjálftavirkni á mælinum á Grímsfjalli sem varði í um tvo klukkutíma, sjá hér. Fjórir aðrir skjálftar mældust við Grímsvötn í vikunni. Við Kverkfjöll urðu tíu skjálftar, sá stærsti rúmlega tvö stig. Austan í Bárðarbungu og suðaustan við hana voru staðsettir um 30 skjálftar, allir á stærðarbilinu 1,0-1,5. Þrír skjálftar voru staðsettir við Tungnafellsjökul. Fáir og dreifðir smáskjálftar mældust við Öskju og á Herðubreiðarsvæðinu. Nokkrir smáskjálftar mældust á Kröflusvæðinu. Einn skjálfti var staðsettur undir norðanverðum Langjökli og einn sunnan Þórisjökuls.

Mýrdalsjökull

Sautján skjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, sá stærsti 1,9 stig. Flestir voru við Goðabungu í vestanverðum jöklinum og þrír innan öskjunnar. Átta skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,7 stig.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir