Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Í Kleifarvatni mældust 16 jarðskjálftar flestir þann 25. janúar og var stærsti skjálftinn 2,3 að stærð.
VIð Gullbringu austur af Kleifarvatni mældust 7 jarðskjálftar, flestir að kvöldi þann 30. janúar. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð.
Laugardagsmorguninn þann 29. janúar varð M6 skjálfti á Jan-Mayen brotabeltinu. Upptökin voru
norðaustan við Jan-Mayen eyjuna á svipuðum slóðum og M6 skjálfti varð í apríl 2004 og M5,7 skjálfti 1987.
Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sá stærsti um 4,5-5 sama dag kl. 11.
Aðfaranótt þriðjudagsins 25.1. komu fram á óróaplotti margir smáskjálftar. Þeir sáust best á mælum á Kreppuhrauni (kre) og Skrokköldu (skr). Upptök skjálftanna voru við norðaustanverða Bárðarbungu. Skjálftarnir eru mjög grunnir og líkjast mjög ísskjálftum samanber skjálftagröf td kl. 0438 (kre, skr) og kl. 0515 (kre, skr). Sjá má svipaða svipaða smáskjálftavirkni dagana á undan. Mikil úrkoma er á svæðinu frá 21.1. og getur orsakað aukið skrið í jöklinum sem framkalli ísskjálfta.
Fáeinir smáskjálftar mældust við Öskju og Herðubreið.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 jarðskjálftar. Sá stærsti var 2,5 að stærð
með upptök um 3 km vestur af Landmannalaugum.
Skjálfti að stærð 2,5 mældist þann 30. janúar með upptök norðaustur í Hofsjökli
og þann 29. janúar mældist skjálfti um 1,1 að stærð um 20 km suður a Hveravöllum.