Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110124 - 20110130, vika 04

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir um 200 jarðskjálftar, 3 sprengingar í Hafnarfjarðarhöfn og 4 líklegar sprengingar í Álfsnesi.

Suðurland

Um 16 jarðskjálftar mældust við Raufarhólshelli í Ölfusi og var sá stærsti um 1,4 stig að stærð. Helmingurinn af skjálftunum urðu þann 25. janúar.
Fáeinir jarðskjálftar áttu upptök sunnan við Kaldaðarnes í Flóa.
Við Bjólfell á Rangárvöllum mældust 2 skjálftar um 0.5 að stærð þann 27. janúar á sömu slóðum og skjálftar mældust í vikunni á undan.

Reykjanesskagi

Þrír jarðskjálftar mældust á norðanverðum Reykjaneshryggnum. Þeir stlærstu um 1,8 stig.

Í Kleifarvatni mældust 16 jarðskjálftar flestir þann 25. janúar og var stærsti skjálftinn 2,3 að stærð.
VIð Gullbringu austur af Kleifarvatni mældust 7 jarðskjálftar, flestir að kvöldi þann 30. janúar. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust 44 jarðskjálftar. Upptök flestra voru norðan og suðaustan við Grímsey, fyrir mynni Eyjafjarðar og í Öxarfirði. Stærstu skjálftarnir mældust um 2,2 að stærð.

Laugardagsmorguninn þann 29. janúar varð M6 skjálfti á Jan-Mayen brotabeltinu. Upptökin voru norðaustan við Jan-Mayen eyjuna á svipuðum slóðum og M6 skjálfti varð í apríl 2004 og M5,7 skjálfti 1987. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið sá stærsti um 4,5-5 sama dag kl. 11.

Hálendið

Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli. Upptök flestra skjálftanna voru á Lokahrygg, við Bárðarbungu og við Grímsvötn. Stærsti skjálftinn að stærð 3 var við Lokahrygg þann 25. janúar kl. 18:56. Við Grímsvötn voru 4 jarðskjálftar og sá stærsti um 1,8 að stærð.

Aðfaranótt þriðjudagsins 25.1. komu fram á óróaplotti margir smáskjálftar. Þeir sáust best á mælum á Kreppuhrauni (kre) og Skrokköldu (skr). Upptök skjálftanna voru við norðaustanverða Bárðarbungu. Skjálftarnir eru mjög grunnir og líkjast mjög ísskjálftum samanber skjálftagröf td kl. 0438 (kre, skr) og kl. 0515 (kre, skr). Sjá má svipaða svipaða smáskjálftavirkni dagana á undan. Mikil úrkoma er á svæðinu frá 21.1. og getur orsakað aukið skrið í jöklinum sem framkalli ísskjálfta.

Fáeinir smáskjálftar mældust við Öskju og Herðubreið.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 jarðskjálftar. Sá stærsti var 2,5 að stærð með upptök um 3 km vestur af Landmannalaugum.

Skjálfti að stærð 2,5 mældist þann 30. janúar með upptök norðaustur í Hofsjökli og þann 29. janúar mældist skjálfti um 1,1 að stærð um 20 km suður a Hveravöllum.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 18 jarðskjálftar. Flestir þeirra voru með upptök vestan til í jöklinum, við Goðabungu en þrír voru inni í Kötluöskjunni. Stærsti skjálftinn var 1,6 að stærð í vestanverðum jöklinum.
Einn grunnur skjálfti mældist undir sunnanverðum Eyjafjallajökli.

Gunnar B. Guðmundsson