Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110131 - 20110206, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

145 skjálftar voru staðsettir í vikunni og fimm sprengingar. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð, varð rétt suðvestan Kistufells 3. febrúar. Fjöldi frostbresta mældust norðan Vatnajökuls og allt norður að Grímsstöðum á Fjöllum.

Suðurland

Fáir jarðskjálftar voru staðsettir í Suðurlandsbrotabeltinu þessa vikuna. Tveir skjálftar mældust suðaustan Skjaldbreiðs, tveir við Nesjavelli og einn vestan Ölkelduháls.

Reykjanesskagi

Fjórir skjálftar voru staðsettir við Núpshlíðarháls og 15 voru staðsettir á 7-10 km dýpi rétt austan Kleifarvatns, allir á mánudag 31. janúar en eftir það dró úr virkninni við Kleifarvatn sem hefur verið viðvarandi þar síðastliðnar vikur. 5. og 6. febrúar mældust 6 skjálftar úti á Reykjaneshrygg, fáeina km SV af Geirfugladrangi.

Norðurland

Níu skjálftar voru staðsettir í Öxarfirði, sá stærsi 2,1, níu úti fyrir mynni Eyjafjarðar, og átta á/við Skjálfanda. Þá voru tveir skjálftar staðsettir rétt suður af Kröfluvirkjun.

Hálendið

Fjörutíu jarðskjálftar voru staðsettir NA í Bárðarbungu, eða rétt suðvestan Kistufells, þeir tveir stærstu voru 3,4 og 3,2 að stærð. Skjáfltahrinur eru tíðar á þessu svæði og mældist t.d ögn stærri hrina á þessum stað í lok árs 2010. Á meðfylgjandi myndum má sjá skjálfta stærri en 2 og stærri en 3 í Bárðarbungu síðan árið 2005.Þrír skjálftar mældust við Grímsvötn og einn við Lokahrygg, 3,2 að stærð. Einn skjáfti var staðsettur á Torfajökulssvæðinu. Eins og í síðustu viku var einn skjálfti staðsettur norðan í Hofsjökli. 23 skjálftar voru staðsettir í nágrenni Öskju og Herðubreiðar. Þar af voru 8 staðsettir vestur af Öskjuvatni en einnig greindust allmargir aðrir smáskjálftar aðeins á jarðskjálftamælinum við Öskju en ekki annars staðar og var því ekki unnt að staðsetja þá.

Mýrdalsjökull

Fáir skjálftar mældust þessa vikuna í Mýrdalsjökli, eða aðeins átta, sá stærsti 1,5 að stærð. Fjórir voru staðsettir sunnan í/við Eyjafjallajökli, allir litlir (ML 0-0,7).

Sigurlaug Hjaltadóttir