Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110207 - 20110213, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 300 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Um tveir þriðju þeirra urðu í jarðskjálftahrinum við Hengil. Að auki mældust tvær sprengingar eða líklegar sprengingar við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,3 til 3,7. Alls mældust 19 jarðskjálftar af stærð um eða yfir 2. Sá stærsti varð kl. 10:05:42 þann 12. febrúar með upptök milli Langjökuls og Þórisjökuls. Þessi jarðskjálfti fannst í Húsafelli, ~16 km SA af upptökusvæðinu.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendinu mældust 20 jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml 0,4 til 1,6, flestir með upptök á sprungunum frá 2000 og 2008. Síðdegis, föstudaginn 11. febrúar, hófst jarðskjálftahrina við Hengil. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var af stærðnni 2,3, kl. 13:09:03 þann 11. febrúar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um 10 jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 1,6 á ríflega 7,6 km dýpi.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 114 jarðskjálftar. Rúmlega 35 jarðskjálftar mældust NA af Grímsey.

Hálendið

Tæplega 11 jarðskjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl á stærðarbilinu Ml 0 til 2.

Í Vatnajökli var mesta virknin í Bárðarbungu og við Grímsfjall. Stærstu skjálftarnir voru um Ml 2,6 af stærð með upptök rétt norðan við Grímsvötn.

Um kl. 10:00, 12. febrúar, hófst jarðskjálftahrina með upptök milli Langjökuls og Þórisjökuls. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:05:42 og var hann 3,7 af stærð. Sá jarðskjálfti fannst í Húsafelli, ~16 km SA af upptökusvæðinu. Yfir 50 eftirskjálftar mældust í þessari hrinu. Jarðskjálfti af svipaðri stærð varð á þessu svæði þann 21. janúar 2009.
Upplýsingar um jarðskjálftavirkni við sunnanverðan Langjökul má finna í Skýrslu VÍ 2009-011: Kortlagning sprungna í nágrenni Prestahnúks, með smáskjálftum. Kortlagning jarðhita í gosbeltum Ísland - annar áfangi.

Mýrdalsjökull

Í 06. viku mældust átta jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml 0,3 til 2,1. Flestir áttu upptök við Goðabungu.

Matthew J. Roberts