Í vikunni voru staðsettir 267 jarðskjálftar.
Virknin var dreifð, en þó mest vestan við Kleifarvatn.
Suðurland
Aðfaranótt þriðjudags varð
skjálfti,
2.4 að stærð, við suðurbrún Hestfjalls. Um
tugur lítilla eftirskjálfta kom í kjölfarið.
Tuttugu skjálftar mældust sunnantil í Húsmúla, þar sem Orkuveita Reykjavíkur
dælir vatni niður í borholu.
Flestir urðu skjálftarnir á rúmlega tíu mínútum upp úr klukkan 14 þann 17. febrúar.
Nokkrir litlir skjálftar urðu annarsstaðar á Suðurlandi.
Reykjanesskagi
Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust í nágrenni Kleifarvatns, flestir rétt vestan þess.
Sá
stærsti varð klukkan 11:50 þann 20. febrúar, 2.3 að stærð.
Fimm skjálftar mældust á Reykjaneshrygg.
Norðurland
Tveir jarðskjálftar mældust nærri Kröfluvirkjun og 47 skjálftar í Tjörnesbrotabeltinu, þar af 12 um 6.5 km suðaustur af Flatey á Skjálfanda og álíka margir skammt norður af Siglufirði.
Hálendið
Um 30 skjálftar mældust í og við Vatnajökul, flestir nærri Grímsvötnum, Kistufelli og
Kverkfjöllum. Stærsti skjálftinn varð við Kistufell, 2.2 að stærð, klukkan 17:08 á föstudag.
Mikið var um frostbresti á Möðrudalsöræfum á í byrjun vikunnar. Í vikunni mældust
16 skjálftar nærri Hlaupfelli, norðan Upptyppinga, flestir á um 7 km dýpi.
Virkni við Þórisdal hélt áfram, þar mældust tugur skjálfta.
Mýrdalsjökull
Í vestanverðum Mýdalsjökli mældust 14 jarðskjálftar og tveir í sunnanverðri Kötluöskjunni.
Einn skjálfti með mjög lágri tíðni mældist við Torfajökul.