Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110321 - 20110327, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Nokkuð róleg vika, en alls mældust 254 jarðskjálftar vikuna 21. - 27. mars. Stærstu skjálftarnir mældust norður á Kolbeinseyjarhrygg af stærð Ml 3,5. Á landinu varð stærsti skjálftinn á Lokahrygg í Vatnajökli og mældist sá Ml 2,4. Á Reykjaneshrygg mældust 7 skjálftar, þeir stærstu um Ml 2,5-3 að stærð.

Reykjanesskagi

Mesta virknin í vikunni var við Krýsuvík og Kleifarvatn, en þar mældust alls 46 skjálftar, sá stærsti Ml 2. Einn smáskjálfti mældist í Bláfjöllum og einn undir Festarfjalli við Grindavík.

Suðurland

Í Ölfusi mældust 13 jarðskjálftar dreifðir frá Ingólfsfjalli og vestur fyrir Þrengslaveg. Skjálftarnir voru allir mjög smáir, þeir stærstu um Ml 0,3. Tveir smáskjálftar mældust um 6-7 kílómetra norður af Skeggja í Henglinum. Á Suðurlandsundirlendi mældust 16 smáskjálftar, allir undir stærð Ml 1.

Norðurland

Á Norðurlandi og í Tjörnesbrotabeltinu mældust 67 skjálftar í vikunni, flestir undir Ml 2 að stærð. Einn skjálfti af stærð Ml 3 mældist þó um 8 kílómetra norður af Gjögurtá. Fjórir skjálftar mældust við Kröflu og þrír við Þeistareyki. Í Öxarfirði mældust 20 skjálftar og 19 á Skjálfanda. Níu skjálftar mældust austur af Grímsey og níu út af Eyjafirði.

Hálendið

Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærri Ml 1. Á sunnudag mældust sjö smáskjálftar um 7 kílómetra norðvestur af Hveravöllum, sá stærsti Ml 1,4. Þrír skjálftar mældust á Kili aðfararnótt mánudagsins 21. mars, allir á stærðarbilinu Ml 1,3-Ml 1,8. Einn smáskjálfti mældist við Þórisjökul um miðja vikuna.

Undir og við Vatnajökul mældust 28 jarðskjálftar. Í Kverkfjöllum mældust fjórir skjálftar, sá stærsti Ml 1,9. í Grímsvötnum mældust sex skjálftar, sá stærsti þar mældist af stærð Ml 1,2. Einn skjálfti mældist við Þórðarhyrnu og annar við rætur Skaftafellsjökuls. Á Lokahrygg mældust átta skjálftar, þar af stærsti skjálftinn á landi þessa vikuna, sem var Ml 2,4. Tveir skjálftar mældust við Bárðarbungu og fimm við Kistufell. Loks mældist einn skjálfti í Vonarskarði.

Í Dyngjufjöllum og við Herðubreið mældust 22 skjálftar, allir undir Ml 1 að stærð nema einn sem staðsettu var undir miðju Öskjuvatni af stærð 1,2. Þrír skjálftar norðaustu af Öskjuvatni eru staðsetti á yfir 15 kílómetra dýpi og tveir skjálftar undir og norður af Herðubreið lenda á 11-13 kílómetra dýpi.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 25 jarðskjálftar, þar af sex í Kötluöskjunni. Stærstu skjálftarnir voru af stærð Ml 2. Tveir smáskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir