| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20110314 - 20110320, vika 11
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Aðeins 139 skjálftar mældust í vikunni. Virknin var einna mest í námunda við Krýsuvík, en ar mældust 32 skjálftar í vikunni. Rúmlega 12 km VSV af Kópaskeri mældust 22 skjálftar og þar mældist jafnframt stærsti skjálfti vikunnar, en hann var 2,5 að stærð. Við Flatey á Skjálfanda 12 skjálftar.
Suðurland
Alls mældust 19 skjálftar. Virknin var nokkuð dreifð, en flestir skjálftar mældust við Ölfus eða 7.
Reykjanesskagi
Við Kleyfarvatn mældust 32 skjálftar. Allt voru þetta litlir skjálftar, en þeir stærstu eru rétt um 2 að stærð. Út á Reykjaneshrygg mældust 4 skjálftar.
Norðurland
Fyrir norðan land mældust 39 skjálftar. Þar af voru 22 í Öxarfirði. Einn skjálfti mældist 13,7 km ANA af Grenivík og einn við Kröflu.
Hálendið
Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust 6 skjálftar. Við Upptyppinga mældust þrír skjálftar og tveir við Öskju.
Við Stórahver, rétt norðan við Hrafntinnusker mældist einn skjálfti og í Eldgjá mældist einn skjálfti. Um 11 km SSV af Hveravöllum mældist einn skjálfti. Í vestanverðum Þórisjökli mældust 4 skjálftar. Þrír þeirra urðu þann 16. mars og einn þann 20. mars. Rétt SV við Langjökul mældist einn skjálfti.
Vatnajökull
Það mældust 11 skjálftar í jöklinum. Þar af voru 7 rétt við Grímfjall. Þrír skjálftar við Skaftárkatlana og einn norðan við Bárðarbungu.
Mýrdalsjökull
Í Mýrdalsjökli mældust 9 skjálftar. Við Goðabungu voru 4 skjálftar, en 5 skjálftar voru í sunnanverðum jöklinum. Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli.
Virkni vikunnar eftir dögum
Mánudagur, 14. mars
Aðeins 9 skjálftar mældust, þar af 7 í Krísuvík.
Þriðjudagur, 15. mars
Það mældust 13 skjálftar, þar af 8 í Krísuvík.
Miðvikudagur, 16. mars.
Heldur dreifðari virknin þennan daginn, en 17 skjálftar mældust. Aðeins einn skjálfti var í Krísuvík.
Fimmtudagur, 17. mars.
Það mældust 31 skjálfti mældist, en mest var virknin í Öxarfirði þar sem mældust 15 skjálftar. Í Krísuvík mældust 2 skjálftar og 3 skjálftar við Hábungu í Mýrdalsjökli og tveir við Goðabungu.
Föstudagur, 18. mars.
Það mældist 31 skjálfti, þar af 5 skjálftar í Öxarfirðinum, þrír við Grímsfjall og einn við Hábungu í Mýrdalsjökli. Þrír skjálftar tæpa 8 km austan við Gjögurtá og einn 7 km NNV af Gjögurtá.
Laugardagur, 19. mars.
Það mældust 15 skjálftar, þar af 6 í Krísuvík og tveir við Grímsfjall og einn í Mýrdalsjökli.
Sunnudagur, 20. mars.
Það mældust 24 skjálftar, þar af 7 rétt við Flatey á Skjálfanda og 5 í Krísuvík.
Hjörleifur Sveinbjörnsson