Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110328 - 20110403, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Innan við 200 skjálftar mældust í vikunni. Stærsti skjálftinn átti upptök norður af Tjörnesi með stærð 3,3. Síðdegis á sunnudaginn var skjálftaórói við Grímsvötn í Vatnajökli. Tveir stærstu skjálftarnir sem mældust voru um þrjú stig.

Reykjaneshryggur og -skagi

Tveir skjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, sá stærri rúmlega tvö stig. Einn smáskjálfti mældist við Reykjanestá. Mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga var við Kleifarvatn. Þar mældust um 60 smáskjálftar. Stærsti skjálftinn varð undir Brennisteinsfjöllum 1. apríl, en hann var 2,8 stig að stærð.

Suðurland

Um 20 smáskjálftar dreifðust um Hengils- og Ölfussvæðin, flestir á Krosssprungunni (frá 29. maí 2008). Á Suðurlandsundirlendinu mældust innan við tíu skjálftar, allir litlir.

Mýrdalsjökull

Tveir skjálftar mældust innan Kötluöskju og átta undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Stærstu voru um 1,5 stig. Einn smáskjálfti mældist undir Eyjafjallajökli. Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Hálendið

Undir Geitlandsjökli í Langjökli mældust fimm skjálftar, sá stærsti 2,5 stig. Tveir skjálftar mældust undir Skjaldbreið.
Mesta skjálftavirkni undir Vatnajökli var við Grímsvötn, en skjálftar mældust einnig austast á Lokahrygg, við Kistufell, undir Kverkfjöllum og austan við Bárðarbungu. Hátt í 20 skjálftar voru staðsettir rétt austan við Grímsvötn. Síðdegis þann 3. apríl jókst skjálftavirkni á svæðinu (sjá hér gögn frá mælinum á Grímsfjalli) og mældust þá tveir skjálftar sem voru um þrír að stærð, kl. 14:09 og 17:18.
Um 20 skjálftar mældust á svæðinu norðan við Vatnajökul, flestir við Öskju og Herðubreið. Þeir voru allir innan við 1,5 stig.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu norðan við land mældust um 30 skjálftar. Stærsti varð 2. apríl um 20 kílómetrum norður af Tjörnesi. Hann var 3,3 stig að stærð. Tilkynningar bárust um að hann hefði fundist á Raufarhöfn. Flestir skjálftar voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu, en nokkrir urðu einnig úti fyrir mynni Eyjafjarðar.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir