Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110411 - 20110417, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftavirkni í vikunni var með minnsta móti, alls voru staðsettir 108 jarðskjálftar.

Suðurland

Um tugur smáskjálfta mældist á Suðurlandi, m.a. þrír skjálftar sem mældust á virkjanasvæðum við Nesjavelli og Húsmúla.

Reykjanesskagi

Við sunnanvert Kleyfarvatn mældust 23 skjálftar og 8 vestar á Reykjanesskaganum. Skjálfti, 2,4 að stærð, klukkan 14:27 á mánudag fannst í Hafnarfirði. Skjálftar af svipaðri stærð urðu á svipuðum slóðum á föstudag og laugardag.

Norðurland

Einn skjálfti mældist við Kröflu, þrír við Þeistareyki og tveir á Flateyjardal. Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 22 jarðskjálftar, sá stærsti, 2,4 að stærð, var klukkan 8:43 á föstudagsmorgun, tæplega 30 km ASA af Grímsey.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 13 jarðskjálftar og þrír við Kistufell, allir innan við tvo að stærð. Einn skjálfti mældist undir Geitlandsjökli, tveir skammt austan við Dreka í Öskju og þrír við Herðubreiðartögl.

Mýrdalsjökull

Einn skjálfti mældist undir Eyjafjallajökli, tugur undir Mýrdalsjökli og þrír nærri Torfajökli. Einn skjálfti mældist við Eldgjá nærri Fjallabaksleið nyrðri.

Einar Kjartansson