Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Einungis mældist 141 jarðskjálfti í vikunni. Mesta virknin var í norðvestanverðum Vatnajökli og á svæðinu þar norður af.
Rúmlega tugur smáskjálfta mældist í Ölfusi og á Hengilssvæðinu til samans. Lítil virkni var á Suðurlandsundirlendinu.
Rólegt var á Reykjanesskaga og enginn skjálfti mældist á Reykjaneshrygg.
Rúmlega 20 skjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi, um helmingur í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn í Tjörnesbrotabeltinu, Ml 2,3, varð á miðvikudagskvöld norðaustan Grímseyjar. Tveir smáskjálftar mældust á þriðjudagskvöld við Mývatn.
Um 30 skjálftar mældust í Vatnajökli öllum og var stærsti skjálftinn um tvö stig. Níu skjálftar urðu í nágrenni
Grímsvatna, stærsti Ml 1,8 og sjö undir Kverkfjöllum, stærsti Ml 1,6. Við Kistufell mældust átta skjálftar auk nokkurra
við Bárðarbungu og Lokahrygg.
Á svæðinu norðan Vatnajökuls mældust rúmlega 30 skjálftar og voru þeir allir innan við tvö stig og dreifðust um svæðið.
Smáhrina varð upp úr miðnætti á þriðjudegi í Þórisjökli í vestara gosbeltinu. Hún stóð stutt yfir og stærsti skjálftinn
var Ml 1,8.
Ellefu skjálftar mældust í vikunni, tveir innan öskjunnar en hinir í vesturjöklinum. Stærsti skjálftinn var Ml 1,5. Einn smáskjálfti mældist auk þess suður af toppgíg Eyjafjallajökuls og einn á Torfajökulssvæðinu.