Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110425 - 20110501, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Fremur fáir jarðskjálftar, 155 talsins, voru staðsettir í vikunni og setti hvassviðrið sem gekk yfir landið fyrri hluta vikunnar líklega strik í reikninginn. Tveir stærstu skjáltarnir sem mældust í vikunni urðu alllangt norður af landinu, eða um 180 km NNA af Kolbeinsey, og voru um 3 að stærð.

Suðurland

Lítið var um skjálftavirkni á Suðurlandi en í allt voru 15 skjálftar staðsettir þar. Flestir þeirra urðu vestast í brotabeltinu, n.t.t. í Hjallahverfi, við Kross- og Ingólfsfjallssprungu og á Hengilssvæði. Tveir skjálftanna urðu austast í brotabeltinu, nærri Selsundssprungu og einn lítill (ML=0,7) grunnur (dýpi 1,4 km) skjálfti varð í Heklu föstudagskvöldið 29. apríl. Ekki varð vart við frekari virkni þar.

Reykjanesskagi

Tveir skjálftar urðu úti á Reykjaneshrygg, báðir um 6.0 km NNA af Eldey. Enn varð vart við virkni sunnan til við Kleifarvatn, bæði undir suðurhluta vatnsins sem og í nágrenni Krýsuvíkur og við syðri hluta Sveifluháls. Einn skjálfti var staðsettur í Brennisteinsfjöllum og einn austan Bláfjalla. Jarðskjálftavirkni glæddist nokkuð í Fagradalsfjalli í vikunni. Þar voru 5 skjáfltar staðsettir á 7-8,5 km dýpi en fremur lítið hefur verið um virkni þar undanfarið eitt og hálft ár.

Norðurland

Strjál virkni mældist á/úti fyrir Norðurlandi og þar urðu engar hrinur þessa vikuna. Þrettán skjálftar voru staðsettir úti fyrir mynni Eyjafjarðar, 19 á/úti fyrir Skjálfandi og 5 úti í Öxarfirði. Þá varð einn skjálfti austur af Grímsey og einn úti fyri Fljótum. Fjórir skjálftar urðu á Kröflu-/Þeistareykjasvæði.

Hálendið

Færri skjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli en í síðustu viku. Tveir skjálftar (á 2 og 6 km dýpi) voru staðsettir við Grímsvötn, þrír austarlega undir jöklinum (við Skaftárkatla og Hamarinn) og einn nokkuð austan Bárðarbungu. Skjáltar mældust líka nærri Kistufelli og Kverkfjöllum. Átján litlir (ML<=2,1) skjálftar voru staðsettir í Dyngjufjöllum ytri í vikunni. Skjálftarnir voru grunnir (d<=2,2, utan einn á 8,4 km dýpi) og týndust inn alla vikunna. Flestir þeirra (sex) urðu þó 30. apríl. Tólf skjáltar urðu frá austanverðu Öskjuvatni (3-6 km dýpi), norður að Herðubreið (5-8 km dýpi) og austur að Jökulsá (7 km dýpi). Einn skjáflti, sem var 0,5 að stærð og staðsettur milli Öskju og Herðubreiðartagla 30. apríl, mældist á 22 km dýpi. Einn skjálfti mældist á Torfajökulssvæði og tveir nærri Eldgjá/19 km VSV af Laka.

Mýrdalsjökull

Fjórir litlir og grunnir skjálftar voru staðsettir í Eyjafjallajökli, þrír þeirra urðu nærri toppgígnum. Lítið var um skjálftavirkni í Goðabungu, þar voru sjö skjálftar staðsettir á stærðarbilinu -0,2 til 0,4. Einn skjálfti var staðsettur norðan hennar (við sport Merkurjökuls) og sjö skjálftar innan öskjunnar. Fjórir þeirra voru norðan til í öskjunni (grunnir, ML<=1) og þrír þeirra austan til í öskjunni (dýpi 0,1-8,4 km, ML<=0,4).

Sigurlaug Hjaltadóttir