Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110502 - 20110508, vika 18

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 213 jarðskjálftar.

Suðurland

Tæplega 30 skjálftar mældust á Suðurlandi, flestir litlir.

Reykjanesskagi

Fimm skjálftar mældust skammt norður af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg. Um 25 skjálftar mældust í nágrenni Kleyfarvatns, flestir vestan vatnsins. Sá stærsti mældist M1,9 klukkan 1:19, aðfaranótt miðvikudags.

Norðurland

Fimm skjálftar mældust í nágrenni Kröfu, einn þeirra, 1,7 að stærð fannst í stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar en upptök hans voru í um kílómeters fjarlægð þaðan. Þrír skjálftar mældust við Þeistareiki. Einn skjálfti mældist við Flateyjardal. Fyrir norðan land mældust 55 skjálftar, sá stærsti sem var 3.4 að stærð, varð klukkan 19:30 þann áttunda maí, rúmlega 40 km NNV af Grímsey.

Hálendið

Tuttugu grunnir jarðskjálftar mældust undir norðvestur brún Dyngjufjalla Ytri. Sex voru yfir M2 að stærð. Stakir skjálftar mældust undir Geitlandsjökli, Skjaldbreið og Miklafelli í Hofsjökli, sá síðast taldi var rúmlega 2 að stærð. Sjö jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli, allir undir 1,5 að stærð. Þrír skjálftar mældust norðan Upptyppinga og fjórir norðan við Álftadalsdyngju. Tólf skjálftar mældust við Herðubreiðarlindir og 16 undir Herðubreiðartöglum.

Mýrdalsjökull

Tveir skjálftar mældurst við Torfajökul og 14 undir Mýrdalsjökli, þar af fimm innan Kötlu öskjunnar.

Einar Kjartansson