Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20110808 - 20110814, vika 32

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um fimm hundruð skjálftar voru mældir í vikunni. Hrinur urðu bæði við Grímsey og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn var við Kleifarvatn 3,1 stig og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu.

Suðurland

Í Ölfusinu urðu nokkrir smáskjálftar á Krosssprungunni, og skammt suðaustan við Skálafell á Hellisheiði mældist skjálfti, sem var 2,2 stig. Á Suðurlandsundirlendinu var rólegt, örfáir smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Nokkrir tugir skjálfta mældust við vestanvert Kleifarvatn aðfaranótt 12. ágúst. Stærsti skjálftinn var 3,1 en aðrir voru innan við 2 stig. Meginskjálftans varð vart víða á höfuðborgarsvæðinu. Um 40 kílómetra út af Reykjanesi mældust nokkrir skjálftar á stærðarbilinu 1,4 til 2,4 stig.

Norðurland

Hrina varð norður af Tröllaskaga um 40 km vestur af Grímsey. Stærsti skjálftinn þar var 3,0 stig, en þeir næstu 2,7 og 2,6 stig. Á níunda tug skjálfta mældust þar. Álíka langt frá Grímsey í NNV var önnur minni hrina, þar sem stærsti skjálftinn var 2,9 stig. Þá urðu minni skjálftar víða á brotabeltinu.

Hálendið

Fremur rólegt var undir Vatnajökli, stærstu skjálftarnir þar voru við Kistufell 2,0 og 1,8 stig. Nokkrir smáskjálftar mældust í Kverkfjöllum. Við Öskju mældist skjálfti 2,2 stig, en aðrir þar og við Herðubreið voru litlir. Nokkrir smáskjálftar mældust við Geitlands- og Þórisjökul. Við Blöndulón urðu þrír skjálftar 2,0 til 2,3 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega hundrað skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli. Um þriðjungur skjálftanna var innan öskjunnar, nokkuð dreifður, en myndaði þó smáþyrpingar. Liðlega 30 skjálftar voru undir Gvendarfelli, en í vestanverðum jöklinum var að venju allnokkur virkni og voru stærstu skjálftarnir í jöklinum þar, 2,0 stig. Nokkrir smáskjálftar mældust undir Eyjafjallajökli og á Torfajökulssvæðinu.

Þórunn Skaftadóttir