| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20110822 - 20110828, vika 34

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 299 jarðskjálftar, 1 sprenging og 2 líklegar sprengingar.
Suðurland
Fáeinir smáskjálftar voru í Ölfusinu, við Hestfjall, Skeið og í Holtum.
Þann 28. ágúst kl. 07:30 varð jarðskjálfti að stærð 2,5 með upptök við Haukadal
í Landssveit. Hann fannst í Landssveit og á Hellu. Annar 0,4 að stærð mældist á sama stað daginn áður.
Suðvestan við Húsmúla í Henglinum mældust 14 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn
mældist 2 stig þann 25. ágúst kl. 07:34. Allir hinir voru minni en 1 að stærð.
Tveir smáskjálftar mældust við Ölkelduháls um 3 km suðvestur af Hrómundartindi.
Reykjanesskagi
Tveir jarðskjálftar báðir minni en 1,5 að stærð mældust nyrst á Reykjaneshryggnum. Annar átti upptök um 7 km norður af Eldey en hinn um 7 km norðvestur af Geirfugladrangi.
Á Krýsuvíkursvæðinu mældust 18 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð þann 23. ágúst kl. 14:32 með upptök um 2 km norðaustur af Krýsuvík.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti mældust 50 jarðskjálftar.
Tveir stærstu skjálftarnir báðir um 2,7 að stærð áttu upptök norðarlega í Eyjafjarðarál eða um 30 km suður af Kolbeinsey.
Upptök annarra skjálfta voru fyrir mynni Eyjafjarðar og við Flatey. Einnig voru skjálftar á svonefndu Grímseyjarbelti frá Grímsey inn í Öxarfjörð.
Tveir skjálftar um 1 að stærð mældust í Fljótunum.
Þrír jarðskjálftar allir minni en 1 að stærð mældust við Kröflu.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust 14 jarðskjálftar. Þar af mældust 6 jarðskjálftar undir Öræfajökli og allir nema einn þann 22. ágúst. Stærsti skjálftinn þar var 2,2 að stærð þann 24. ágúst.
Upptök annarra skjálfta í Vatnajökli voru aðallega við Bárðarbungu.
Við Herðubreið mældust 18 jarðskjálftar. Flestir áttu upptök tæpa 3 km austan við hana þann 22. ágúst
og þar var stærsti skjálftinn 2,7 að stærð.
Við Öskju mældist einn smáskjálfti.
Stakir skjálftar mældust norðarlega í Langjökli, í Þórisjökli og norður af Geysi. Þeir voru allir um 1 að stærð.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 11 jarðskjálftar. Þeir voru allir minni en 1,4 að stærð.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 123 jarðskjálftar.
Undir Kötluöskjunni voru 56 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn þar var 1,8 að stærð með upptök við ketill nr. 5.
Upptök skjálftanna voru aðallega við ketil 5 og 16 en einnig norðarlega og við austurbrún öskjunnar.
Við Hafursárjökul mældust 24 mjög grunnir skjálftar. Þeir voru allir minni en 0,9 að stærð.
Undir vestasta hluta jökulsins mældust 16 grunnir jarðskjálftar og voru þeir stærstu um 1,9 að stærð.
Á sunnudaginn 28. ágúst milli kl. 11 og 13 mældist jarðskjálftahrina með upptök á litlum bletti suðaustan
við fyrrgreinda skjálfta og vestan við Kötluöskjuna. Alls mældust 27 jarðskjálftar í hrinunni og voru flestir
á um 5 km dýpi. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu var 2,1 að stærð kl. 11:41.
Gunnar B. Guðmundsson