Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111010 - 20111016, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um fimm hundruð jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Ein sprenging mældist í námu við Eystri-Sólheima.

Suðurland

Rúmlega þrjúhundruð jarðskjálftar mældust við Húsmúla/Hellisheiðarvirkjun í vikunni. Tveir stærstu skjálftarnir þar voru að stærð 4, laugardaginn 15. október kl. 09:03 og kl. 09:45. Þeir fundust vel í Hveragerði, á Höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Hellu, Fljótshlíð og víða um suðvestanvert landið. Upptök stóru skjálftanna (M4) eru sýnd með rauðum fylltum hringjum á mynd með afstæðum staðsetningum. Fyrri skjálftinn er sunnar en sá seinni. Myndin sýnir einnig staðsetningar skjálfta frá byrjun september og fram til 23. októbers með afstæðri staðsetningaróvissu minni en 0.2 km (litlir ferningar). Skjálftahrinan um helgina (rauðir ferningar á mynd) hefur brotið upp svæði norðvestanvert við meginbrotið (austast). Um miðjan september hefur austasti sprungubrotið brotnað upp (dökkblá). Síðan hefur brotnað flötur suðvestan við hana (ljósblá). Frá seinni hluta september og fram undir miðjan október hafa þessi brotaplön verið að lengjast aðeins (græn+gul). Í næstu viku (nr.42) er brot að myndast rúmlega einn km vestar (brún).
Undir kortinu er sýnt fjöldi skjálfta stærri en 0,5 á dag.

Fáeinir smáskjálftar voru í Ölfusi, við Hestfjall, í Holtum og í Landsveit.

Reykjanesskagi

Þann 14. október mældist einn skjálfti að stærð 2,1 með upptök um 16 km vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.
Á Krýsuvíkursvæðinu mældust 5 smáskjálftar.

Norðurland

Um 11 jarðskjálftar mældust langt norður á Kolbeiniseyjarhrygg. Þrír þeirra voru með upptök við SPAR brotabeltiði. Einn var um 10 km norðan við Kolbeinsey en hinir um 90 km norður af Kolbeinsey. Stærstu skjálftarnir voru yfir 3 að stærð.
Úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti voru 18 jarðskjálftar. Fimm þeirra voru með upptök um 10 km norðaustur af Grímsey þann 11. október. Skjálftar mældust einnig fyrir mynni Eyjafjarðar og í Öxarfirði. Allir skjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinui voru minni en 2 að stærð.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 13 jarðskjálftar. Flestir þeirra voru með upptök við Kistufell en einnig mældust jarðskjálftar í Kverkfjöllum og við Hamarinn.Stærsti skjálftinn var við Kverkfjöll að stærð 2,2.

Í Ódáðahrauni, Öskju og við Herðubreið mældust 23 jarðskjálftar. Flestir þeirra voru með upptök í Ódáðahrauni, norðan við Dyngjufjöll ytrii dagana 10.-14. október. Stærsti skjálftinn þar var um 3 að stærð þann 14. október kl. 03:44.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 88 jarðskjálftar. Þar af voru 58 jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og mældist stærsti jarðskjálftinn þar 2,9 að stærð þann 14. október kl. 03:55. Upptök hans voru sunnan við Austmannsbungu. Undir vesturhluta jökulsins,Goðabungu, mældust um 20 jarðskjálftar og þeir stærstu voru um 1,8 að stærð. Tæplega 10 smáskjálftar mældust við Hafursárjökul suður af öskjunni. Þeir voru allir undir 1 að stærð.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 6 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn þar var 1,7 að stærð þann 11. október kl. 04:48.

Gunnar B. Guðmundsson