Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111024 - 20111030, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 355 jarðskjálftar. Flestir skjálftanna voru við Húsmúla (Hellisheiðarvirkjun) og í Kötlu.

Suðurland

Um 170 skjálftar mældust á niðurdælingasvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Húsmúla. Auk þess mældist um tugur skjálfta við jaðar Svínahrauns, um 3 km austan við Litlu Kaffistofuna. Stærsti skjálftinn var 2,2 að stærð, klukkan 02:20 á miðvikudagsmorgun. Flestir urðu þann dag. Undir lok vikunnar hafði mikið dregið úr virkni á svæðinu.

Reykjanesskagi

Fjórir skjálftar voru staðsettir út af Reykjanesi. Við Kleyfarvatn mældust 12 skjálftar.

Norðurland

Fyrir norðurlandi mældust 35 skjálftar, sá stærsti M1,8 varð um 25 km vestur af Kópaskeri klukkan 16:44 á miðvikudag.

Hálendið

Lítil virkni var í Vatnajökli, fjórir skjálftar mældust norðan Bárðarbungu og tveir í Kverkfjöllum. Tveir skjálftar urðu í norðantil í Dyngjufjöllum ytri. Einn skjálfti mældist við Hlaupfell norðan Upptyppinga og þrír í nágrenni við Herðubreið. Einn jarðskjálfti mældist við Hveravelli og einn í miðjum Langjökli.

Mýrdalsjökull

Virkni undir Mýrdalsjökli er stöðug. Í Kötluöskjunni mældust rúmlega 60 skjálftar, 5 við Hafursárjökul og 14 undir Goðalandsjökli. Stærsti skjáfltinn varð fimmtudaginn 27 október klukkan 17:52. Stærðin var 3,3.

Einar Kjartansson