Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111031 - 20111106, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var nokkuð róleg, alls mældust 200 skjálftar og ein sprenging í Helguvík. Stærsti skjálftinn, af stærð Ml 2,7, mældist í Kötluöskjunni að morgni fimmtudags.

Reykjanesskagi

Fimm jarðskjálftar mældust við Eldey á Reykjaneshrygg, sá stærsti Ml 2,3. Einn skjálfti mældist við Reykjanestá, einn við Núpshlíðarháls, einn við Sveifluháls og einn við Hvirfil, norðan Brennisteinsfjalla, allir smáir.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi mældust 10 jarðskjálftar, sá stærsti af stærð Ml 1,1. Tveir smáskjálftar mældust suður af Ingólfsfjalli, sjö í kringum Krosssprunguna og í Ölfusi og tveir norður af Skeggja. Við Húsmúla mældust 27 smáskjálftar allir undir Ml 1 að stærð.

Norðurland

Rólegt var norðan lands. Alls mældust 8 jarðskjálftar í Tjörnesbrotabeltinu og einn við Þeistareyki. Stærsti skjálftinn mældist Ml 2,2 með upptök um 50 km norður af Siglufirði.

Hálendið

Þrír jarðskjálftar mældust í vestanverðum Langjökli, sá stærsti Ml 2 að stærð. Einn skjálfti mældist undir Okinu og annar syðst í Jarlhettum. Á Torfajökulssvæðinu mældust fimm jarðskjálftar, sá stærsti Ml 1,2. Undir Vatnajökli mældust 15 jarðskjálftar, þar af fimm á Lokahrygg og einn í Kverkfjöllum. Stærsti skjálftinn, Ml 2,3 að stærð, mældist á Lokahrygg og skjálftinn í Kverkfjöllum mældist Ml 2. Tveir smáskjálftar mældust við Öskju, fjórir við Herðubreið og Herðubreiðartögl og tíu við Hlaupfell. Einn skjálfti mældist við Jökulsá á Fjöllum á móts við Ferjufjall.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældist 91 skjálfti, þar af um 70 undir Kötluöskjunni. Sá stærsti þeirra var einnig stærsti skjálfti vikunnar, Ml 2,7 að stærð. Smá hrina varð á sunnudagsmorguninn nálægt katli 16. Nokkrir skjálftar mældust við Hafursárjökul. Við Goðalandsjökul mældust 15 skjálftar.

Steinunn S. Jakobsdóttir