Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111219 - 20111225, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 190 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,4 til 3,2. Alls mældust átta jarðskjálftar af stærð um eða yfir 2,1. Sá stærsti varð kl. 00:53:07 þann 21. desember með upptök 9,7 km SSV af Kistufelli í norðvestanverðum Vatnajökli.

Suðurland

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um sjö jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 2,4 á ríflega 5 km dýpi.

Norðurland

Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 16 jarðskjálftar. Rúmlega 10 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði.

Hálendið

Tæplega 14 jarðskjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl á stærðarbilinu Ml 0,9 til 1,6.

Mýrdalsjökull

Í 51. viku mældust 81 jarðskjálfti undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml -0,2 til 2,7. Flestir voru innan öskjunnar. Síðan í júlí síðastliðinn hefur mælst aukin jarðskjálftavirkni innan öskjunnar, borið saman við síðustu ár. Ekki hefur orðið vart við slíka aukningu síðan á árunum 2001 - 2004.

Matthew J. Roberts