Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20111226 - 20120101, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rétt tæplega 200 jarðskjáfltar voru staðsettir í síðustu viku ársins 2011. Vikan var fremur tíðindalítil og langflestir skjálftarnir sem voru undir ML 2 að stærð. Stærstu skjálftarnir, Ml 2,0 og 2,1, urðu 65 km norður af Kolbeinsey rétt fyrir miðnætti að kvöldi 28. desember.

Suðurland

Langflestir skjálftarnir sem mældust á Suðurlandi urðu undir Húsmúla, 43 talsins, langflestir undir einum að stærð en sá stærsti mældist ML 1,5. Eru þetta heldur færri skjálftar en mælst hafa síðustu vikur. Þá greindust fjórir skjálftar nærri Nesjavöllum, einn nærri Klambragili og einn við Ölkelduhás. Nokkrir jarðskjáfltar mældust norðan í Ingólfsfjalli, á Hestvatnssprungu (frá 21.júní 2000) og einn rétt vestur af Selsundssprungu, austast í brotabeltinu.

Reykjanesskagi

Aðeins níu skjálftar mældust á Reykjanesskaga: í Brennisteinsfjöllum, við sunnanvert Kleifarvatn, við Fagradalsfjall og 4-5 km NA Grindavíkur, sá stærsti, Ml 1,9, varð nærri Grindavík. Einn skjáflti mældist um 5 km NNV af Geirfugladrangi.

Norðurland

Samtals voru 24 skjálftar staðsettir á eða úti fyrir Norðurlandi. Þar af urðu þrír skjálftar á Þeistareykja-Kröflu svæði og einn í Fljótunum.

Hálendið

Einn skjálfti greindist við Högnhöfða og einn í austanverðum Hofsjökli. Skjálftavirknin sem mældist í Vatnajökli dreifðist víða, og urðu skjálftar NA af Esjufjöllum, við Grímsvötn, Hamarinn, Bárðarbungu/Kistufell, Kverkfjöll og við Þórðarhyrnu. Samtals voru fimm skjálftar staðsettir á Herðubreiðar-Upptyppingasvæði.

Mýrdalsjökull

Ríflega 60 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, og dró því nokkuð úr virkni þar miðað við síðustu vikur. Þar af urðu 13 þeirra vestan Goðabungu, tveir við Hafursárjökul og 45 innan öskjunnar. Fimmtán skjálftar greindust á Torfajökulssvæði.

Sigurlaug Hjaltadóttir og Þórunn Skaftadóttir