| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20120402 - 20120408, vika 14
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Alls voru staðettir 216 jarðskálftar í vikunni.
Í byrjun vikunnar var skjálftahrina við vestanvert Kleyfarvatn en á skírdag hófst hrina
norðaustan við Tungnafellsjökul, undir vikulokin var nokkur virkni við norður jaðar
Vatnajökuls við Kistufell og Kverkfjöll og á Lokahrygg austur af Hamrinum.
Nokkir jarðskjálftar mældust á
meira en 15 km dýpi, meðal annars undir og suður af Mýrdalsjökli og sunnan
Tungnafellsjökuls.
Suðurland
Þrír skjálftar mældust nærri Nesjavöllum, sá stærsti M2,2
Nokkrir jarðskja¿ftar mældust sunnan Þjórsár skammt frá Árnesi.
Fjórir litlir skjálftar mældust við niðurdælingar svæði Orkuveitu Reykjavíkur
við Húsmúla.
Litlir skjálftar mældust víða á Suðurlands skjálftabeltinu.
Reykjanesskagi
Hrina hófst á mánudag undir vestanverðu Kleyfarvatni og á fimmtudag mældust þrír skjálftar undir Núpshlíðarhálsi, tveir þeirra voru um 2,5 að stærð. Alls mældust um 20 skjálftar á Reykjanesskaganum.
Norðurland
Tveir jarðskjálftar mældust um 9 km vestur af Ásbyrgi og 4 við Kröfluvirkjun.
Fyrir norðan Land mældust 32 jarðskjálftar, flestir frá Öxarfirði og
norður fyrir Grímsey.
Hálendið
Aðfaranótt fimmtudags hófst hrina jarðskjálfta norðaustan Tungnafellsjökuls, við
norðurenda Vonarskarðs. Alls voru staðsettir 33 skjálftar þar.
Við Kistufell, norðan Bárðarbungu mældust 11 jarskjálftar,
sex í Kverkfjöllum, fjórir á Lokahrygg, austan við Hamarinn
og einn undir Grímsvötnum.
Tveir djúpir jarðskjálftar mældust vestan Vatnajökuls.
Við Hlaupfell norðan Uptyppinga mældust átta jarðskjálftar,
sjö undir norðurenda Herðubreiðargagla og fjórir vestan Herðubreiðar.
Tveir jarðskjálftar mældust á óvenjulegum stað, norður af Blöndulóni, en kröftug jarðskjálftahrina varð undir sunnanverðu Blöndulóni haustið 2010.
Mýrdalsjökull
Undir og í næsta nægrenni Mýrdalsjökuls mældust 22 jarðskjálftar, þar af sjö
undir Goðalandsjökli.
Sjö skjálftar mældust við Hafursárjökul.
Klukkan 8:18 á þriðjudagsmorgun mældist djúpur (24 km) jarðskjálfti undir Kötlu
Einnnig mældist djúpur jarðskjálfti undir Mýrdalnum.
Tveir skjálftar mældust tæpa þrjá km vestur af Landmannalaugum og fjórir sunnar á Torfajökulssvæðinu.
Einar Kjartansson