| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20120723 - 20120729, vika 30
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 226 jarðskjálftar og 5 líklegar sprengingar, þrjár í Grindavík og
ein austan Búðarhálsvirkjunar og ein á Moldhaugnahálsi norðan Akrueyrar.
Vikan einkenndist af virkni á all mörgum stöðum í Tjörnesbrotabeltinu.
Tveir jarðskjlálftar stærri en 3 mældust þar, annar austur af Grímsey og hinn í Öxarfirði.
Í öðrum landshlutum var virkni með minnsta móti.
Suðurland
Á Suðurlandi mældust 25 skjálftar, allir undir einum að stærð. Flestir vorku skjálftarnir
nærri Hrómundartindi norðar Hveragerðis og á sprungunum sem hreyfðust í Kross skjálftanum 29.
maí 2008.
Reykjanesskagi
Fimm skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti varð klukkan 23:44 á sunnudagskvöld, 1,8 að
stærð. Tveir skjálftar mældust við Reykjanestá og tveir við Eldvörp. Við Kleifarvatn mældust 9 jarðskjálftar.
Norðurland
Î Tjörnesbrotabeltinu mældust 110 jarðskjálftar.
Flestir þeirra (45) mældust um 10 km NNA af Grímsey, í hrinu sem hófst um klukkan 5 aðfaranótt
fimmtudags og stóð í tæpan sólarhring.
Á laugardagskvöld mældust fimm jarðskjálftar við Kolbeinsey, allir nema einn stærri en 2.
Á 20 mínútna tímabili frá klukkan 19:45 að kvöldi mánudags mældust
tíu jarðskjálftar um 20 km norður af Tjörnesi. Stærsti skjálftinn
sem var um 3,5 að stærð, varð klukkan 19:48:45.
Níu skjálftar mældust á föstudag og laugardag á frekar óvenjulegum stað um 10km SW af Ásbyrgi.
Við >Þeistareyki mældust 16 jarðskjálftar og þrír við Kröfluvirkjun.
Hálendið
Fáir skjálftar mældust á hálendinu, um hálfur tugur mældist á hverju þriggja svæða, í nágrenni Herðubreiðar,
rétt auskan við Öskjuvatn og
austan við Hamarinn. Stakir skjálftar mældust í Kverkfjöllum og Skálpanesi við Langjökul.
Mýrdalsjökull
Virkni í Mýrdalsjökli var með minna móti aðeins mældust voru staðsettir
20 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli, þar af um helmingur undir Kötlu.
Einar Kjartansson