Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130225 - 20130303, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 320 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðrustofu Íslands í vikunni. Flestir skjálftarnir voru í hrinu á þekktu sjávarbotnsjarðhitasvæði austan Grímseyjar í lok vikunnar. Um 120 skjálftar mældust þar, sá stærsti var 2,9 að stærð. Nokkrir smáskjálftar áttu upptök á Vatnajökulssvæðinu. Í Mýrdalsjökli voru um 40 smáskjálftar staðsettir, flestir í nágrenni Goðabungu og Hafursárjökuls, allir minni en 2,0 stig. Inni í Kötluöskjunni var fremur rólegt.

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesi í vikunni. Nokkrir smáskjálftar mældust á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð, um 50km SV af Eldey.

Suðurland

Um 15 smáskjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu, flestir í nágrenni Hrómundartinds. Á Suðurlandsundirlendi mældust tveir skjálftar á þekktum sprungum. Allir skjálftar voru minni en 1,8 stig.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 40 smáskjálftar, flestir í nágrenni Goðbungu og Hafursárjökuls, einungis tveir voru staðsettir inni í Kötluöskjunni. Allir voru minni en 2,0 stig. Fjórir smáskjálftar áttu upptök undir Torfajökli.

Hálendið

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Vatnajökulssvæðinu. Mesta skjálftavirknin var við Hamarinn og Kverkfjöll. Stærsti skjálftinn undir Vatnajökli var 2,9 að stærð þann 27. febrúar við Hamarinn. Smáskjálftavirkni var líka norðaustan Bárðarbungu og við Trölladyngu. Nokkrir ísskjálftar mældust í Síðujökli. Um helgina voru um 10 djúpir skjálftar staðsettir við Nýjadal, VSV Tungnafellsjökuls. Í nágrenni Öskju mældust um 25 jarðskjálftar, flestir voru grunnir, inni í öskjunni og nokkrir vestan Herðubreiðatagla. Laust fyrir miðnætti þann 3. mars mældust tveir skjálftar í norðanverðum Dyngjufjöllum, annar 2,6 stig og hinn 1,9.

Norðurland

Mesta skjálftavirknin á Norðurlandi var í hrinu á þekktu sjávarbotnsjarðhitasvædi austan Grímseyjar þann 28. febrúar og dagana á eftir. Tæplega 120 jarðskjálftar voru staðsettir þar, sá stærsti 2,9 stig. Um 20 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, stærstu voru 2,2 stig við Eyjafjarðarál og 2,1 stig norðan Flateyjarskaga. Nokkrir smáskjálftar áttu upptök í Öxarfirði og í Skjálfandaflóa, allir minni en 1,5 að stærð. Á Þeistareykjum mældist einn og í Kröfluöskjunni þrír smáskjálftar.

Martin Hensch