Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130311 - 20130317, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Jarðskjálftavirkni vikunnar einkenndist af tiltölulega skammvinnum hrinum á allmörgum stöðum. Alls voru staðsettir 170 jarðskjálftar í vikunni. Í bryjun vikunnar voru skjálftar út af mynni Eyjafjarðar, austur af Grímsey og á niðurdælingarsvæði Orkuveitu Reykjavíku við Húsmúla. Rólegt var um miðja vikuna en í lok vikunnar hófst all snörp hrina undir Þórisjökli. Nokkrir skjálftar mældust skammt NA við Heklu á laugardag og sunnudag. Tæplega 150 jarðskálftar hafa verið staðsettir í vikunni.

Suðurland

Fjórir jarðskjálftar mældust á um 11 km dýpi undir bílastæði 4,5 km NA af Heklu. Við Húsmúla mældust sjö skjálftar á áttunda tímanum á þriðjudagskvöldið.

Reykjanesskagi

Átta jaðrskálftar mældust á Reykjanesskaga, allir undir einum að stærð. Einnig mældust tveir skjálftar neðansjávar út af Reykjanesi.

Norðurland

Um 25 jarðskjálftar mældust í mynni Eyjafjarðar, flestir aðfaranótt þriðjudags. Sá stærsti var 2,4 að stærð. Einnig voru hrinur í byrjun vikunnar á tveim stöðum austan Grímseyjar, um 12 km ANA af Grímsey og um 22 km SAS af Grímsey.

Hálendið

Undir Þórisjökli mældust 23 skjálftar, sá stærsti var 2,0 klukkan 9:47 þann 17. mars. Vestur af Herðubreiðar töglum mældust 8 jarskjálftar aðfaranótt 16 mars, fjórir skjálftar í mældust næagrenni Herðubreiðar og tveir norður af Upptyppingum. Undir Vatnajökli mældust 7 jarðskjálftar, þar af einn við Esjufjöll.

Mýrdalsjökull

Undir Goðalandsjökli mældust sjö jarðskjálftar og þrír litlir nærri jöðrum Kötluöskjunnar.

Einar Kjartansson