Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20130325 - 20130331, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 380 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Hrinur mældust sunnan Langjökuls og austan Grímseyjar. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 að stærð kl. 17:24 þann 29. mars og átti hann upptök við Langjökul. Rólegt var í Heklu, engir fleiri skjálftar hafa verið staðsettir þar síðan vöktunarstiginu var breytt í gult. Í Mýrdalsjökli mældust nokkrir smáskjálftar við Goðabungu og Hafursárjökul.

Reykjanesskagi

Fremur rólegt var á Reykjanesi í vikunni. Um 15 smáskjálftar áttu upptök á þekktum sprungum á Reykjanesskaga og rúmlega fimm á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn var í Brennisteinsfjöllum þann 31. mars kl. 21:36 og var hann 2,2 að stærð.

Suðurland

Tæplega 50 smáskjálftar, allir minni en 1,5 stig, mældust á Hengilssvæðinu og á Suðurlandsundirlendinu. Þar af áttu flestir upptök við Húsmúla og á þekktum sprungum í Ölfusi og sunnan Hestfjalls.

Mýrdalsjökull

Um 20 smáskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem er fremur rólegt. Flestir skjálftarnir voru við Goðbungu og Hafursárjökul, þrir skjálftar áttu upptök inni í Kötluöskjunni. Allir voru innan við 1,5 að stærð. Einn smáskjálfti var í Eyjafjallajökli, smávirkni var líka undir Torfajökli.

Hálendið

Jarðskjálftahrina mældist sunnan Langjökuls í lok vikunnar. Stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð þann 29. mars kl. 17:29. Um 40 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Nokkrir smáskjálftar áttu upptök suðvestan Langjökuls og smáhrina var austan Ljósufjalla þann 31. mars laust fyrir hádegi. Í Vatnajökli mældust tæplega 50 jarðskjálftar, allir minni en 2 stig. Flestir áttu upptök í nágrenni Skaftárkatla, við Bárðarbungu og við Kverkfjöll. Um 40 smáskjálftar mældust í kringum Öskju og Herðubreiðartögl.

Norðurland

Jarðskjálftahrina byrjaði um 15 km austan Grímseyjar í lok vikunnar, um 100 smáskjálftar áttu upptök þar. Allir voru innan við þrjá að stærð og á svipuðum slóðum og 5,5 stiga skjálfti sem var í byrjun april. Smávirkni mældist í Öxarfirði og við Eyjafjarðarál. Þann 29. mars var skjálftahrina um 100 km norð-norðvestur af Kolbeinsey, um 10 jarðskjálftar hafa verið staðsettir þar, sá stærsti var 3,8 að stærð kl. 17:29. Um 10 smáskjálftar mældust í Kröfluöskjunni og nokkrir á Þeistareykjum.

Martin Hensch