Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140310 - 20140316, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 187 jarðskjáltar. All snörp hrina jarðskjálfta varð á nirðurdælingarsvæði Orkuveitu Reykvíkur undir Húsmúla, aðfaranótt mánudags. Virkni var viðvarandi þar, það sem eftir var vikunnar. Klukkan 22:42 á föstudagskvöld varð jarðskjálfti, 2,2 að stærð, við Klambragil um 5 km NNV af Hveragerði. Skjálftinn fannst í Hveragerði. Hátt á annan tug skjálfta mældust á svæðinu milli Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls. Þessir skjálftar voru allir litlir, flestir minni en 0.5 að stærð. Mikil óvissa er á staðsetningu og dýpi þar sem byrjun skjálftanna er oftast ógreinileg.

Suðurland

All snörp hrina jarðskjálfta varð á nirðurdælingarsvæði Orkuveitu Reykvíkur undir Húsmúla, aðfaranótt mánudags. Virkni var viðvarandi þar það sem eftir var vikunnar. Alls mældust þar 50 jarðskjálftar. Klukkan 22:42 á föstudagskvöld varð jarðskjálfti, 2,2 að stærð, við Klambragil um 5 km NNV af Hveragerði. Skjálftinn fannst í Hveragerði. Fjórir eftirskjálftar mældust.

Reykjanesskagi

A Reykjaneshrygg mældust þrír jarðskjálftar og átta við Fagradalsfjall og Krísuvík.

Norðurland

Í nágrenni Kröflu mældust þrír jarðskjálftar, sá stærsti var 1,9 að stærð. Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 32 jarðskjálftar, flestir milli Grímseyjar og Öxarfjarðar.

Hálendið

Fjórir jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu og Hamarinn. Á svæðinu milli Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls mældust 22 jarðskjálftar. Þessir skjálftar voru allir litlir, flestir minni en 0.5 að stærð. Mikil óvissa er á staðsetningu og dýpi þar sem byrjun þessara skjálfta er ógreinileg. Norðan Vatnajökuls, við Herðubreið og Öskju mældust 13 jarðskjálftar.

Mýrdalsjökull

Rúmlega tuttugu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, þar af um helmingur undir Goðalandsjökli.

Einar Kjartansson