Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140324 - 20140330, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 370 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Sá stærsti var 2,7 að stærð um þrjá kílómetra norðaustur af Skeggja í Hengli þann 27. mars kl. 21:31. Smáhrinur voru við Húsmúla og í Tjörnesbrotabeltinu. Um 35 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og átta við Heklu.

Reykjanesskagi

Ríflega 25 jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga, þar af flestir í kringum Krýsuvík og nokkrir við Fagradalsfjall og Brennisteinsfjöll. Stærsti skjálftinn var norðan Kleifarvatns þann 26. mars kl. 07:06 og var hann 2,5 að stærð. Á Reykjaneshrygg mældust um 10 skjálftar við Geirfugladrang og vestur af Reykjanestá.

Suðurland

Nálegt 100 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, þar af langflestir eða um 70 við Húsmúla. Þann 27. mars var jarðskjálftahrina um þrjá kílómetra norðaustur af Skeggja í Hengli. Stærsti skjálftinn þar var 2,7 að stærð kl. 21:31 og fannst hann í Hveragerði. Um 20 smáskjálftar voru staðsettir á svipuðum slóðum á undan og eftir 2,7 stiga skjálftanum. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar í Ölfusi og Þrengslum. Á Suðurlandsundirlendinu mældust tæplega 15 jarðskjálftar á þekktum jarðskjálftasprungum, þar af flestir við Hestfjall. Allir voru innan við 1,5 stig.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 35 jarðskjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, þar af 12 við Goðaland og þrír við Hafursárjökul. Um 20 smáskjálftar urðu inni í Kötluöskjunni, en enginn náði 1,5 stigum. Sjö skjálftar mældust í Torfajökli og átta við Heklu, þar af einn grunnur skjálfti undir toppgígnum og sjö á svipuðum slóðum og þyrpingin var vorið 2013 á tæplega sex kílómetra dýpi. Allir skjálftar undir Heklu voru innan við 0,7 stig.

Hálendið

Um 50 skjálftar mældust á Vatnajökulssvæðinu. Sá stærsti var 2,1 að stærð þann 28. mars kl. 13:10 á Lokahrygg. Smavirkni var við Bárðarbungu og Kverkfjöll og tveir skjálftar urðu í Öræfajökli. Á meðan á Grímsvatnahlaupinu stóð mældust nokkrir jarðskjálftar í Grímsvatnaöskjunni og um 20 ísskjálftar við Grímsvötn og Skeiðarárjökul. Um 10 skjálftar urðu við Öskju og tylft í kringum Herðubreið. Tveir skjálftar mældust norðaustan Tungnafellsjökuls og þrír sunnan Langjökuls.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust rúmlega 70 jarðskjálftar, þar af flestir í Tjörnesbrotabeltinu. Um helgina var smáhrina um átta kílómetra norðvestur af Gjörgurtá við Eyjafjörð. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð þann 29. mars kl. 10:30. Auk þess urðu sjö smáskjálftar austan Flateyjar og 10 við Eyjafjarðarál. Á Grímseyjarbeltinu voru um 20 jarðskjálftar staðsettir í Öxarfirði og um 15 austan og suðaustan Grímseyjar. Þeir voru allir innan við 2,5 stig. Nokkrir smáskjálftar mældust í Kröflu.

Martin Hensch