Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20140519 - 20140525, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

425 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Áberandi í virkni vikunnar voru hrinur í Herðubreiðatöglum en þar mældust um 200 skjálftar og rétt norðan og vestan við Bárðarbungu þar sem ríflega 100 skjálftar voru staðsettir. Stærsti skjálftinn í þessari viku var 2,8 rétt norðvestur við Bárðarbungu. Hrinan suður af Geirfugladrangi sem hófst í lok apríl er á undanhaldi en þar mældust 9 skjálftar, 1-2 að stærð. Einn skjálfti mældist í Arnarvatnsheiði en þar mælast sjaldan skjálftar. Ennfremur mældist skjálfti um 15 km suðaustur af landi en þar mælast ekki oft skjálftar.

Suðurland

25 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, þar af 2 við Vatnafjöll. 3 Skjálftar mældust við Húsmúlann og hefur dregið mjög úr virkni þar.

Reykjanesskagi

Nokkrir skjálftar mældust á Reykjanesskaganum, þar af 5 í nágrenni við Kleifarvatn, allir innan við 1 að stærð.

Norðurland

21 skjálftar voru staðsettir í Tjörnesbrotabeltinu, sá stærsti 2 að stærð.

Hálendið

190 skjálftar mældust í Herðbreiðatöglum og röðuðu sér í norður-suður stefnu eftir töglunum. Afstæðar staðsetningar benda til að skjálftarnir séu á 4-6 km dýpi. Skjálftarnir eru allir innan við 2 að stærð.

114 skjálftar mældust norðvestur við hina eiginlegu Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn mældist 2,8. Fæstir skjálftanna sjást á Grímsfjalli.
Lágtíðniskjálftar mældust víðsvegar í vestari hluta Vatnajökuls. Þeir eru líklega tengdir jöklahreyfingum.

Mýrdalsjökull

30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, allir innan við 2 að stærð. Skjálftarnir raða sér á hefðbundna staði, í Tungnakvíslajökli, Hafursárjökli og innan öskjunnar.

Kristín Jónsdóttir