| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20140707 - 20140713, vika 28
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 360 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var um 3 að stærð og átti upptök í Kötluöskjunni þann 8. júlí kl. 09:18. Talsvert mikil jarðskjálftavirkni var undir Mýrdalsjökli, á Torfajökulssvæðinu og undir norðvesturhluta Vatnajökuls.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu voru 13 jarðskjálftar og voru þeir allir um undir einum að stærð.
Tæplega 30 jarðskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi. Stærsti skjálftinn var 2 að stærð með upptök
í Flóanum, um 6 km austur af Selfossi. Smáskjálftahrina var við Árnes í Holtum að kvöldi þess 11. júlí og stóð
fram yfir miðnætti. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu var 1,2 að stærð. Einnig voru fáeinir smáskjálftar í Ölfusi
og í Landsveit.
Þann 12. júlí kl. 19:31 mældist lítill skjálfti í suðuröxl Heklu. Einnig mældust 3 smáskjálftar við Vatnafjöll.
Reykjanesskagi
Þrír jarðskjálftar voru um 5-10 suðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg dagana 9.-12. júlí
og var stærsti skjálftinn 2,1 að stærð.
Á Reykjanesskaga mældust fáeinir smáskjálftar. Tveir skjálftar voru við Brennisteinsfjöll og 4 við Vífilsfell.
Norðurland
Lítil skjálftavirkni var úti fyrir Norðurlandi. Um 20 jarðskjálftar mældust þar og var
stærsti skjálftinn 1,8 að stærð með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar.
Þrír skjálftar mældust við Þeistareyki og 2 við Kröflu. Þeir voru allir undir 1 að stærð.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust um 73 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 1,8 að stærð og
átti upptök um 5 km austur af Hamrinum. Upptök flestra skjálftanna voru við Bárðarbungu en einnig
voru skjálftar í Kverkfjöllum, á Lokahrygg og við Kistufell.
Við Fjórðungsöldu á Sprengisandi mældust fáeinir grunnir smáskjálftar eins og í vikunni á undan.
Við Öskju og Herðubreið mældust 19 jarðskjálftar. Þeir voru allir um og undir einum að stærð.
Undir Langjökli voru 2 smáskjálftar og sunnan við Hvítárvatn voru einnig 2 skjálftar. Sá stærri 1,3 að stærð.
Dagana 7.-8. júlí mældust 3 jarðskjálftar í Húnavatnssýslu. Sá stærsti var 1,6 að stærð.
Mýrdalsjökull
Um 116 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Flestir skjálftanna
áttu upptök undir Kötluöskjunni.
Stærsti skjálftinn var um 3 að stærð þann 8.7. kl. 09:18 og átti upptök
austarlega í öskjunni. Skjálftavirknin
undir öskjunni fór vaxandi fram yfir miðja vikuna en þá dróg aðeins úr henni en
um helgina urðu tvær skjálftahrinur með upptök vestarlega í öskjunnni.
Snemma í mánuðinum var skjálftavirknin
aðallega austantil í öskjunni en hefur síðan fikrast til vesturs.
Allir skjálftarnir undir öskjunni hafa verið á litlu dýpi og eru líklega
allir tengdir jarðhitavirkni undir jöklinum. Smájökulhlaup komu fram í Múlakvísl
og einnig í Jökulsá á Sólheimasandi. Mögulega hefur einnig lekið hlaupvatn niður Entujökul.
Þann 9. júlí kl. 19:53 mældist lítill skjálfti á um 20 km dýpi rétt austan við öskjuna.
Grunnir smáskjálftar mældust undir vesturhluta Mýrdalsjökul (Goðabungu), við Hafursárjökul
og í Kötlujökli.
Allmikil jarðskjálftavirkni var einnig á Törfajökulssvæðinu en þar mældust alls 40 jarðskjálftar.
Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð þann 11. júlí kl. 15:18. Upptök hans voru rétt við Landmannalaugar
og fannst hann mjög vel þar. Annar skjálfti 1,8 að stærð á sama stað og um svipað leyti fannst einnig í skálanum
í Landmannalaugum. Alli skjálftarnir á Torfajökulsvæðinu voru grunnir og tengjast
líklega jarðhita á svæðinu.
Gunnar B. Guðmundsson