| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20141110 - 20141116, vika 46

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir um 730 jarðskjálftar. Þar af voru um 500 jarðskjálftar í Bárðarbungu og um 70 jarðskjálftar við norðurenda berggangsins. Þrír skjálftar yfir 5 að stærð mældust í Bárðarbungu, þann 10.11. kl. 22:39 M5,1 og tveir M5,4 þann 14.11. kl. 11:25 og 16.11. kl. 01:37.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu voru fáeinar skjálftar við Húsmúla og við Hrómundartind. Þeir voru allir minni
en 0,7 stig.
Faéinir smáskjálftar voru í Ölfusin, Flóanum, við Skeið og Holtin. Stærsti skjálftinn var
við Leirubakka í Landssveit þann 16.11. kl. 23:09 og var hann 2,3 að stærð.
Reykjanesskagi
Sjö jarðskjálftar voru á Reykjanehrygg. Sá stærsti 2,4 að stærð
þann 12.11. með upptök um 8 km suðvestur af Geirfugladrangi.
Tveir smáskjálftar voru við Krýsuvík og tveir á Reykjanesi. Allir minni en 0,5 stig.
Norðurland
Rúmlega 30 jarðskjálftar voru úti fyrir Norðurlandi. Þar af voru um 20 í Öxarfirði.
Fáeinir skjálftar voru úti fyrir mynni Eyjafjarðar og austan við Grímsey. Stærsti
skjálftinn var 2,2 að stærð með upptök um 15 km norðvestur af Kolbeinsey.
Þrír skjálftar allir minni en 0,7 voru við Þeistareyki og einn við Kröflu. Við Mývatn voru einnig
stakir skjálftar við Bjarnarflag, Bláfjall og Búrfell og voru þeir allir undir 0,9.
Hálendið
Í og við Vatnajökul mældust tæplega 600 jarðskjálftar. Þar af voru tæplega 500 við Bárðarbunguöskjuna.
Þrír skjálftar yfir 5 að stærð mældust í Bárðarbunguöskjunni, þann 10.11. kl. 22:39 M5,1 og
tveir M5,4 þann 14.11. kl. 11:25 og 16.11. kl. 01:37. Um 43 skjálftar voru yfir 4 að stærð í öskjunnni.
Um 15 skjálftar mældust við Tungnafellsjökul og var sá stærsti um 2,5 stig. Tæplega 70 jarðskjálftar voru
í berganginum og voru þeir allir minni en 1,6 að stærð.
Við Öskju og Herðubreið voru tæplega 40 jarðskjálftar. Flestir við Herðubreið og Töglin. Stærsti skjálftinn
mældist 1,7 stig og var hann við Herðubreiðartöglin.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli voru 16 jarðskjálftar. Flestir skjálftanna eða 10 voru undir
sunnaverðri Kötluöskjunni. Tveir voru við Hafursárjökul. Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð
undir vestanverðum jöklinum (Goðabungu).
Gunnar B. Guðmundsson, Martin Hensch og Sigþrúður Ármannsdóttir