Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150209 - 20150215, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 430 jarðskjálftar mældust í vikunni. Flestir voru við Bárðarbungu líkt og undanfarna mánuði. Stærsti skjáfltinn var M4,7 við norðanverða Bárðarbunguöskjuna. Skjálftahrina varð austan Herðubreiðartagla og nokkrar smáhrinur í Öxarfirði.

Suðurland

Fimm smáskjálftar mældust á Hengilssvæðinu og fjórir í Ölfusi. Nokkrir smáskjálftar mældust á þekktum sprungum á Suðurlandsundirlendi og einn undir Trippafjöllum, um 13 kílómetrum suðvestan við Heklu.

Reykjanesskagi

Fimm smáskjálftar voru staðsettir vestan og sunnan við Kleifarvatn og þrír á Bláfjallasvæðinu, austast á Reykjanesskaganum. Að morgni þriðjudags (10. febrúar) urðu tveir litlir skjálftar, með stuttu millibili, við Reykjanestá. Á Reykjaneshrygg mældust þrír skjálftar skammt suðaustur af Geirfugladrangi, allir um og innan við tvö stig.

Norðurland

Um 40 skjálftar mældust í Tjörnesbrotabeltinu þar af um helmingur í Öxarfirð. Virknin einkenndist af nokkrum litlum hrinum í þremur þyrpingum suðvestur af Kópaskeri, einkum seinni hluta vikunnar. Skjálftarnir voru allir um og innan við eitt stig. Skjálftaröð, með um 70 skjálftum, varð á þessum slóðum í síðustu viku. Um tugur skjálfta mældist um 10 kílómeta norðaustur af Grímsey, allir innan við tvö stig. Nokkrir skjálftar mældust úti fyrir mynni Eyjafjarðar, stærstu um eitt stig. Nokkrir smáskjálftar mældust við Bæjarfjall á Þeistareykjasvæðinu og nokkrir við Kröflu.

Hálendið

Um 170 jarðskjálftar mældust undir Bárðarbungu, flestir við norðanverða öskjuna eins og verið hefur. Stærsti skjálftinn varð þriðjudaginn 10. febrúar klukkan 03:18.54 M4,7. Fimm aðrir skjálftar voru stærri en fjögur stig. Þrír þeirra urðu að kvöldi föstudagsins 13. febrúar. Sá fyrsti M4,3 klukkan 21:13, næsti M4,5 um 10 mínútum síðar og sá þriðji M4,0 skömmu fyrir miðnætti. Allir þessir skjálftar voru við norðurbrún öskjunnar. Um 10 skjálftar voru milli þrjú og fjögur stig. Hátt í 70 skjálftar mældust í kvikuganginum, stærsti tæp tvö stig. Fjórir skjálftar mældust suður af Grímsvötnum, allir um og innan við eitt stig. Sami fjöldi skjálfta mældist við Tungnafellsjökul, stærsti tvö stig.
Um 90 skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls. Mesta virknin var austan við Herðubreiðartögl. Þar hófst skjálftahrina um klukkan tvö eftir miðnætti föstudaginn 13. febrúar og stóð fram undir hádegi. Rúmlega 40 skjálftar mældust, stærsti Ml 2,4. Um tugur skjálfta mældist norðan við Herðubreið, allir innan við tvö stig að stærð. Sex skjálftar mældust við austurbarm Öskju, allir um og innan við eitt stig. Tæpur tugur jarðskjálfta mældist um þremur kílómetrum sunnan við Vikrafell, flestir föstudaginn 13. febrúar, stærsti skjálftinn var rúm tvö stig.
Einungis einn skjálfti mældist í vestara gosbeltinu. Hann var 1,2 að stærð og staðsettur um fjóra kílómetra vestan Sandvatns.

Mýrdalsjökull

Sjö skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli þar af þrír innan Kötluöskjunnar. Tveir voru staðsettir í norðanverðri öskjunni, nærri sigkatli 15, sá stærri 1,2 að stærð. Einn skjálfti varð í suðaustanverðri öskjunni, 0,5 að stærð. Tveir smáskjálftar voru í vestanverðum jöklinum, einn við Skerið og einn undir Sandfellsjökli. Fjórir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, stærsti um tvö stig.

Sigþrúður Ármannsdóttir