![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Um 10 skjálftar voru við Krýsuvík og mældist stærsti skjálftinn 1,5 stig.
Rúmlega 20 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Meirihluti þeirra átti upptök í Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Þeir voru allir minni en 1,6 að stærð. Stærsti skjálftinn á Hengilssvæðinu var 1,5 að stærð og var við Ölkelduháls.
Fjórir smáskjálftar, allir undir 0,6 að stærð mældust við Þeistareyki.
Um 7 skjálftar voru við Kröflu, sá stærsti 1,6 stig og við Bjarnarflag
mældust 2 skjálftar og sá stærri 0,9 að stærð.
Skjálfti um 2,8 að stærð mældist á Kolbeinseyjarhrygg, un 200 km norðaustur af Kolbeinsey þann 23.2. kl. 10:39.
Við Herðubreið og Öskju mældust um 80 jarðskjálftar. Þar af voru um 20 skjálftar við Öskju og
sá stærsti þar varð þann 26.2. kl. 05:42 og mældist 2,3 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl
voru rúmlega 50 skjálftar, sá stærsti 1,5 stig.
Einn skjálfti að stærð 1,3 átti upptök norðaustarlega í Hofsjökli þann 24.2. kl. 10:15.
Einn skjálfti 1,3 að stærð var við Geitlandsjökul í Langjökli og annar 1,5 að stærð um 5 km vestur af Hveravöllum.
Á Torfajökulssvæðinu mældust 6 skjálftar. Stærsti skjálftinn var um 2 að stærð með upptök
um 6 km suðvestur af Landmannalaugum.