Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150223 - 20150301, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 560 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfinu í vikunni. Um 65% þeirra áttu upptök undir og við Vatnajökul. Þar af voru um 130 skjálftar í Bárðarbungu ,þeir stærstu um 2 að stærð. Í kvikuganginum mældust 200 skjálftar, allir minni en 1,6 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi allt frá Ölfusi og austur undir Heklu mældust rúmlega 20 jarðskjálftar. Upptökin voru við Þrengsli,í Flóanum, við Hestfjall og í Holtum og Landsveit. Stræstu skjálftarnir voru um 1,4 að stærð.

Reykjanesskagi

Einn skjálfti að stærð 1,9 var norðaustur af Eldey og annar 1,2 að stærð við Reykjanestána.

Um 10 skjálftar voru við Krýsuvík og mældist stærsti skjálftinn 1,5 stig.

Rúmlega 20 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Meirihluti þeirra átti upptök í Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Þeir voru allir minni en 1,6 að stærð. Stærsti skjálftinn á Hengilssvæðinu var 1,5 að stærð og var við Ölkelduháls.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti mædust rúmlega 20 jarðskjálftar. Upptökflestra voru á Grímseyjarbeltinu, frá Kolbeinsey og inn í Öxarfjörð en einnig í Eyjafjarðarál og á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Stærsti skjálftinn átti upptök um 16 km austur af Grímsey og var 1,9 að stærð.

Fjórir smáskjálftar, allir undir 0,6 að stærð mældust við Þeistareyki. Um 7 skjálftar voru við Kröflu, sá stærsti 1,6 stig og við Bjarnarflag mældust 2 skjálftar og sá stærri 0,9 að stærð.

Skjálfti um 2,8 að stærð mældist á Kolbeinseyjarhrygg, un 200 km norðaustur af Kolbeinsey þann 23.2. kl. 10:39.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust um 360 jarðskjálftar. Tæplega 200 þeirra voru í kvikuganginum og mældust stærstu skjálftarnir þar um 1,6 að stærð. Um 130 skjálftar voru við Bárðarbungu og þeir stærstu um 1,9 stig. Við Tungnafellsjökul voru rúmir 10 skjálftar,þeir stærstu um 1,7 stig.
Einnig mældust skjálftar á Lokahrygg, í Grímsvötnum, við Vött og einn í Öræfajökli.

Við Herðubreið og Öskju mældust um 80 jarðskjálftar. Þar af voru um 20 skjálftar við Öskju og sá stærsti þar varð þann 26.2. kl. 05:42 og mældist 2,3 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl voru rúmlega 50 skjálftar, sá stærsti 1,5 stig.

Einn skjálfti að stærð 1,3 átti upptök norðaustarlega í Hofsjökli þann 24.2. kl. 10:15.

Einn skjálfti 1,3 að stærð var við Geitlandsjökul í Langjökli og annar 1,5 að stærð um 5 km vestur af Hveravöllum.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 12 skjálftar. Þar af voru 8 skjálftar í og við Kötluöskjuna. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð og var undir vesturhluta jökulsins.
Einn skjálfti tæplega 1 að stærð var undir Eyjafjallajökli.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 6 skjálftar. Stærsti skjálftinn var um 2 að stærð með upptök um 6 km suðvestur af Landmannalaugum.

Gunnar B. Guðmundsson