Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150323 - 20150329, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, en enginn þeirra náði 3 að stærð. Flestir eða um 40% skjálftanna mældust í kvikuganginum undir Dyngjujökli, virknin þar er enn stöðug en dregur heldur úr virkninnar við Bárðarbunguöskjuna. Auk þess urðu nokkrir smáskjálftar undir Mýrdalsjökli, Öræfajökli og norðaustan Heklu.

Reykjanesskagi

Um tíu skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti var 2,7 að stærð þann 25. mars kl. 06:37. Ríflega 25 jarðskjálftar urðu á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga, þar af flestir í hrinu norðan Reykjanestáar þann 29. mars og við Kleifarvatn.

Suðurland

Smávirkni var við Hengil og Húsmúla. Tæplega 25 jarðskjálftar mældust á sprungum á Suðurlandsundirlendinu, þar af flestir við Þrengsli og í Ölfusi. Allir voru þeir innan við 1,2 stig.

Mýrdalsjökull

Um tíu smáskjálftar voru staðsettir undir Kötluöskjunni og sex við Goðaland. Auk þess áttu fimm skjálftar upptök undir Torfajökli, sá stærsti var 2,1 að stærð þann 28. mars kl. 16:22. Auk þess mældust fjór­ir skjálft­ar norðaust­ur af Heklu í lok vikunnar. Stærsti skjálftinn var 1,5 að stærð þann 26. mars kl. 19:46. Hinir skjálft­arn­ir voru all­ir und­ir 1 að stærð og all­ir voru þeir á tæplega 15 km dýpi. Virkni var á sama svæði í mars 2013 þegar níu skjálft­ar áttu sér stað og í mars 2014 þegar átta skjálft­ar mæld­ust. Lítil virkni hef­ur mælst á svæðinu inn á milli.

Hálendið

  • Enn dregur úr jarðskjálftavirkninni við Bárðarbunguöskjuna. Tæplega 55 skjálftar voru staðsettir á öskjubrún Bárðarbungu, sá stærsti var um 2,4 að stærð. Stöðug virkni mældist í kvikuganginum. Rúmlega 200 skjálftar voru staðsettir þar, sá stærsti var 2,0 að stærð þann 26. mars kl. 05:03. Sex djúpir skjálftar urðu í smáhrinu þann 28. mars milli kl. 13:36 og 13:40 suðaustan Bárðarbungu, þar sem kvikugangurinn beygir til norðausturs. Auk þess áttu um tíu skjálftar upptök í nágrenni Grímsvatna og einn á Lokahrygg.
  • Átta jarðskjálftar, stærsti 2,0 stig, áttu upptök undir Öræfajökli og um tíu á svæðinu norðan Öræfajökuls.
  • Rúmlega 20 skjálftar mældust við Tungnafellsjökul, allir á stærðarbilinu 0,3 til 1,5. Um tylft smáskjálfta voru staðsettir við Öskju og tæplega 50 í nágrenni Herðubreiðar og Herðubreiðartagla.
  • Um helgina urðu þrír smáskjálftar undir Geitlandsjökli í suðvestanverðum Langjökli.

    Norðurland

    Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi, þar af í 15 á Grímseyjarbeltinu, annað eins á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, og tveir á Kolbeinseyjarhrygg. Auk þess áttu fjórir smáskjálftar upptök á Þeistareykjum og fimm við Kröflu.

    Martin Hensch, Bergþóra S. Þorbjarnadóttir og Sigþrúður Ármannsdóttir