Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150907 - 20150913, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikuna 7.-13. september voru 250 skjálftar staðsettir. Líkt og í síðustu viku varð um fimmtungur skjálftanna við Bárðarbungu eða í kvikuganginum. Stærsti skjálftinn sem mældist í Bárðarbungu var að stærð Mlw 2,4 en stærsti skjálftinn sem mældist á landinu öllu, Mlw 3,1, varð úti á Reykjaneshrygg, nærri Geirfugladrangi 10. september. Álíka stór skjálfti mældist einnig þann sama dag úti á Kolbeinseyjarhrygg, um 200 km NNA Kolbeinseyjar. Hvassviðri gekk yfir landið á mánudag og fram á fimmtudag og mældust á þeim tíma mun færri skjálftar daglega miðað við síðustu vikur (vindsuðið getur kæft merki frá minnstu skjálftunum).

Suðurland

Strjál virkni mældist í Suðurlandsbrotabelti, tveir skjálftar mældust á Kross-sprungu (frá 2008), austan Hveragerðis, þrír á Hengilssvæði, þrír skjálftar A og SA Árness, einn skjálfti á Hestvatnssprungu (frá 21. maí 2000) og þrír allra austast, nærri Selsundi (á -19.99°A).

Reykjanesskagi

Nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg mældust fimm skjálftar, sá stærsti að stærð Mlw 3,1.
Aðeins mældust tíu skjálftar á Reykjanesskaganum, við Krýsuvík/Kleifarvatn, í Brennisteins- og Bláfjöllum og við Grindavík.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi voru 27 skjálftar staðsettir, meirihluti þeirra varð á Grímseyjarmisgenginu. Þá mældust einnig tveir skjálftar um 200 km NNA Kolbeinseyjar, 3,2 og 2,2 að stærð. Við Þeistareyki mældust sjö skjálftar (stærðarbil Mlw -0,8 - 1,0).

Hálendið

Um fimmtungur skjálftanna sem mældust í vikunni varð við Bárðarbungu (14 skjálftar, sá stærsti 2,4 að stærð) eða í kvikuganginum (38 skjálftar, flestir í N-hlutanum). Sjö skjálftar mældust í Tungnafellsjökli, þar af urðu fimm skjálftar milli kl. 17:30 og 18:00 11. september, sá stærsti var Mlw 2.4 að stærð.
Á föstudeginum fór að bera á skjálftavirkni sem staðsett var undir Sylgjujökli, sunnan Hamarsins. Virknin var mest fyrsta daginn en mældist fram á sunnudag. Skjálftastaðsetningarnar eru dreifðar, en tveir skjálftanna, sem urðu 11. september,voru staðsettir nærri eystri Skaftárkatli.
Við Öskju og Herðubreiðartögl mældust 23 skjálftar, allir um eða undir Mlw 1.6 að stærð.

Vestara gosbeltið: Þrír skjálftar mældust við Högnhöfða 12. september,

Mýrdalsjökull

Tíu skjálftar mældust við Goðabungu í vikunni, og sex skjálftar innan Kötluöskjunnar, mun færri en í síðustu viku. Einnig mældust fáeinir skjálftar við Hafursárjökul/Gvendarfell. Skjálftarnir í Mýrdalsjökli voru á stærðarbilinu Mlw 0,1 - 2,2.

Á Torfajökulssvæði mældust yfir 30 skjálftar, sá stærsti að stærð Mlw 2,5 varð við Kaldaklofjökul.

Jarðvakt: Sigurlaug Hjaltadóttir, Hildur María Friðriksdóttir, Bryndís Gísladóttir