Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151102 - 20151108, vika 45

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir um 340 skjálftar og var virknin heldur tíðindalítil. Þann 1. nóvember tók við nýtt vaktakerfi hjá Eftirlits- og Spásviði á Veðurstofunni. Nú munu náttúruvársérfræðingar sitja vaktina allan sólarhringinn. Þrátt fyrir skipulagsbreytingar er ráðgert að vikuyfirlit verði áfram unnin eins og áður. Þann 5. nóvember var nýr jarðskjálftamælir settur upp við Skaftafell (stöðin var áður í notkun) og nefnist hún Hæðir (hae). Hún bætir næmni skjálftamælakerfisins, sér í lagi fyrir Öræfajökul.

Suðurland

Tæplega 40 skjálftar mældust á Suðurlandi, sá stærsti var 2,3 í Flóanum rétt austan við Ölfusárósa en þarna hefur verið smá virkni undanfarnar vikur. Enginn skjálfti mældist við Heklu í vikunni en nokkrir skjálftar mældust austast á Suðurlandsbrotabeltinu í Landssveit og sunnan Skarðsfjalls.

Reykjanesskagi

Óveruleg virkni mældist á Reykjanesskaganum og enginn skjálfti mældist útá Hrygg. Skjálftavirknin var helst bundin við svæði sunnan Kleifarvatns.

Norðurland

Tæplega 50 skjálftar mældust á Norðurlandi sá stærsti 2,3 var með upptök um 100 km frá landi út á Kolbeinseyjarhrygg. Mesta virknin var á Grímseyjarbeltinu, sér í lagi um 12 km austan Grímseyjar er enn nokkur virkni síðan tveir skjálftar skóku þar í síðustu viku (3,8 og 3,5) og mældust í heildina um 25 skjálftar þar.

Hálendið

Virknin á hálendinu er svipuð og undanfarnar vikur. Virknin einkennist af tíðum skjálftum í Bárðarbunguöskjunni, á um 10 km sprungu sunnan gosstöðvanna í Holuhrauni, við Öskju og allt að Herðubreið. Einstaka skjálftar mælast við Tungnfellsjökul og Upptyppinga. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,1 í Bárðarbunguöskjunni (norðurbrún) þann 4. nóvember en við öskjuna mældust um 45 skjálftar. Um 15 skjálftar mældust innan Torfajökulsöskjunnar.

Mýrdalsjökull

Tæplega 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, flestir við Tungnakvíslarjökul, innan öskjunnar og syðst við jökuljaðarinn.

Jarðvakt
Kristín Jónsdóttir