Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151207 - 20151213, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 310 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni og 3 sprengingar. Jarðskjálftahrina hófst í Geitlandsjökli í Langjökli þann 10.12. og mældist stærsti skjálftinn 3,5 að stærð þann 12.12. kl. 04:38. Tveir aðrir skjálftar voru yfir 3 að stærð þann 10. og 11. desember. Þeir fundust í Borgarfirði. Skjálfti af stærð 3,2 varð um 1 km suðvestan við Víti á Kröflusvæðinu þann 7.12.

Suðurland

Rúmlega tugur skjálfta var á Hengilssvæðinu. Upptök þeirra voru aðallega við Gráuhnjúka, Nesjavelli og Hrómundartind en þar var stærsti skjálftinn af stærð 1,6.

Á fjórða tug skjálfta var á Suðurlandi. Upptök flestra voru suðvestan við Hestfjall og í Landsveit og þar mældist stærsti skjálftinn 1,8 að stærð.

Reykjanesskagi

Tveir skjálftar voru við Eldeyjardrang og Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Sá stærri við Eldeyjardrang var 1,5 að stærð.
Smáhrina með um 10 skjálfta varð þann 13.12. með upptök um 8 km norðaustur af Reykjanestá. Þeir voru allir undir 0,7 að stærð.
Rúmlega tugur skjálfta var á Krýsuvíkursvæðinu. Stærsti skjálftinn var 1,7 að stærð með upptök um 7 km norðaustur af Krýsuvík.
Þrír smáskjálftar voru við Vífilsfel, allir minni en 1,7 stig.

Norðurland

Tæplega 30 skjálftar voru á svonefndu Tjörnesbrotabelti úti fyrir Norðurlandi. Upptök flestra skjálftanna voru á Grímseyjarbeltinu, milli Grímseyjar og Öxarfjarðar. Einnig voru nokkrir skjálftar í Eyjafjarðarál og einn suðaustur af Flatey. Tveir stærstu skjálftarnir voru við Kolbeinsey, báðir 2,1 að stærð.

Fjórir skjálftar voru við Þeistareyki, sá stærsti 1,4 að stærð. Fimm smáskjálftar voru milli Reykjahlíðar og Bjarnarflags, þeir stærstu 0,7 stig.
Við Kröflu og Leirhnjúk mældust 8 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 stig þann 7.12. kl. 18:48 og átti hann upptök um 1 km suðvestan við Víti.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul voru 45 skjálftar. Við Bárðarbunguöskjuna mældust um 15 skjálftar, sá stærsti um 2 að stærð. Í ganginum við Dyngjujökul voru tæplega 10 skjálftar, sá stærsti 1,6 að stærð. Tveir skjálftar suðaustan við Bárðarbunguöskuna mældust á 17 og 21 km dýpi.
Skjálftar voru einnig við Þórðarhyrnu, Grímsvötn og Skeiðarárjökul. Við Tungnafellsjökul voru 2 smáskjálftar. Við Öskju og Herðubreið mældust um 20 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 1,5 stig.

Jarðskjálftahrina hófst í Geitlanadsjökli suðvestan í Langjökli þann 10.12. Þann dag varð skjálfti af stærð 3,2 kl. 09:47. Skjálftinn fannst á Hvanneyri í Borgarfirði. Upptök skjálftanna eru sýnd með rauðum hringjum á kortinu en eldri skjálftar frá 1991 með svörtum hringjum. Þann 11.12. kl. 22:37 varð annar skjálfti af stærð 3,0 á sömu slóðum. Hann fannst á Kleppsjárnsreykjum og við Hraunfossa í Borgarfirði. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð þann 12.12. kl. 04:38 og var 3,5 að stærð. Í allt mældust rúmlega 90 skjálftar í hrinunni en hún stóð með hléum fram eftir vikunni.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 13 jarðskjálftar. Þar af voru 4 undir vesturhlutanum og 7 í og við Kötluöskjuna. Einn smáskjálfti var við Hafursárjökul. Stærsti skjálftinn var 2 að stærð með upptök við Kötlujökul.
Á Torfajökulssvæðinu voru 6 skjálftar. Sá stærsti 1,3 stig.

Jarðvakt