Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151214 - 20151220, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir rúmlega 280 skjálftar. Stærsti skjálftinn mældist í Bárðarbunguöskjunni þann 20. desember kl. 02:23 og reyndist 3,5 að stærð en tveir skjálftar urðu þar stærri en 3 í vikunni og um fimmtungur skjálfta sem mældust í vikunni eiga upptök í Bárðarbungu.

Suðurland

Um 30 smáskjálftar mældust á Suðurlandi, þeir stærstu 1,5 að stærð.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaganum mældust um 35 skjálftar, þar af 10 við Hengilinn. Átta skjálftar mældust útá Hrygg, flestir þann 17. desember við Geirfugladrang og mældust þeir stærstu 2,3.

Norðurland

Á og fyrir utan Norðurland mældust 54 skjálftar. Örfáir smáskjálftar mældust við Kröflu og Mývatn en flestir skjálftanna mældust á Grímseyjarbeltinu og Húsavíkur/Flateyjarmisgenginu. Einn skjálfti mældist um 12 km norðnorðaustur af Hofsósi, 1,5 að stærð.

Hálendið

Í Bárðarbunguöskjunni mældust tæplega 30 skjálftar, flestir við norðurbrún öskjunnar. Stærstu skjálftarnir mældust 3,5 og 3,1. Í vikunni mældust einnig margir djúpir skjálftar um 10 km suðaustur af öskjunni, eða um 20. Djúpir skjálftar mælast gjarnan á þessum stað og þá margir á stuttum tíma. Allir djúpu skjálftar vikunnar mældust þann 16. desember. Flestir þeirra eru um 1 stig en einn mældist 2,5. Skjálftadreif mældist í Vatnajökli á þekktum stöðum og m.a. einn skjálfti í Öræfajökli þann 14. desember kl 13:06 sem reyndist um 1 að stærð. Við Öskju og Herðubreið mældust tæplega 30 skjálftar með stærðir 0,5-1,5.

Mýrdalsjökull

Tæplega 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli á hefðbundnum stöðum vestast við Tungnakvíslarjökul, í Hafursárjökli og í öskjunni. Stærstu skjálftarnir urðu 1,3.

Jarðvakt Kristín Jónsdóttir