| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20151221 - 20151227, vika 52

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru 230 skjálftar staðsettir og ein sprenging. Tveir stærstu skjálftarnir sem mældust voru af stærð 3,3 og áttu upptök í Bárðarbunguöskjunni aðfaranótt þann 26. desember. Þann 23. desember varð skjálfti af stærð 2,8 við Reykjanestá.
Suðurland
Á Hengilssvæðinu voru 4 smáskjálftar. Sá stærsti 0,8 að stærð.
Á Suðurlandi mældust 33 skjálftar. Upptök skjálftanna voru í Ölfusi, Flóanum, Holtum og Landsveit.
Stærsti skjálftinn var 1,3 að stærð og var við Ytri-Rangá, suður af Skarðsfjalli.
Þann 26.12. kl. 11:39 var skjálfti af stærð 1,4 með upptök um 4 km norðaustur af Heklu.
Reykjanesskagi
Einn skjálfti af stærð 1,3 var á Reykjaneshrygg um 7 km suður af Geirfugladrangi.
Skjálfti af stærð 2,8 var við Reykjanestá kl. 08:55 þann 23.12. Fáeinir smáskjálftar mældust
á Krýsuvíkursvæðinu og við Bláfjöll.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandi mældust 36 jarðskjálftar. Upptökin þeirra voru aðallega úti
fyrir mynni Eyjafjarðar, við Flatey og á Grímeyjarbeltinu, frá Grímsey og inn í Öxarfjörð.
Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð með upptök um 13 km norðaustur af Grísmey.
Fáeinir smáskjálftar voru við Víti og Þeistareyki.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul voru 63 skjálftar. Í Bárðarbunguöskjunni voru 22 skjálftar og
einnig 22 skjálftar í ganginum við Dyngjujökul. Tveir stærstu skjálftarnir voru í Bárðarbungu þann 26.12.
Báðir voru af stærð 3,3 og sá fyrri var í sunnanverðri öskjunni kl. 02:32 og sá seinni við norðurjaðarinn
kl. 04:51.
Skjálftar mældust einnig við Hamarinn og við Grímsvötn.
kju og Herðubreið voru rúmlega 40 skjálftar. Stærstu skjálftarnir voru um 1,3 að stærð.
Við Geitlandsjökul í Langjökli mældust fáeinir skjálftar.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 14 skjálftar. Upptök flestra skjálftanna voru undir vesturhluta jökulsins
og þar var stærsti skjálftinn 2,4 stig.
Á Torfajökulssvæðinu voru 7 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 1,2 að stærð.
Jarðvakt