Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20151228 - 20160103, vika 53

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 255 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn mældist 3 að stærð þann 30.12. 2015 kl. 00:27 með upptök við suðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar. Á þriðja tug skjálfta voru í Bárðarbunguöskjunni.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust 11 jarðskjálftar. Þar af voru 5 skjálftar við Húsmúlann við Hellisheiðarvirkjun og stærsti skjálftinn mældist þar 1,5 af stærð þann 3.1. kl. 14:06. Einnig mældust smáskjálftar við Nesjavelli og Ölkelduháls.

Á Suðurlandi voru á þriðja tug skjálfta. Upptök þeirra voru í Ölfusi, við Hestfjall, í Holtum og í Landsveit. Stærsti skjálftinn mældist 1,2 að stærð með upptök í Landsveit.

Þann 30.12. 2015 kl. 22:41 varð skjálfti af stærð 1,3 með upptök undir norðausturöxl Heklu.

Reykjanesskagi

Þann 3.1. frá því um kl. 9 og fram undir hádegið var jarðskjálftahrina um 4 km suðvestur af Reykjanestá. Í allt mældust 13 skjálftar í hrinunni og stærsti skjálftinn var af stærð 2.1 kl. 10:05.

Á Krýsuvíkursvæðinu mældust 15 skjálftar. Flestir skjálftanna höfðu upptök í nágrenni við Vigdísarvelli. Stærsti skjálftinn var af stærð 1,5 með upptök um 4 km norðaustur af Krýsuvik.

Fjórir skjálftar voru við Brennisteinsfjöll og sá stærsti var 1,1 að stærð.

Norðurland

Tæplega 60 skjálftar voru úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Upptök flestra skjálftanna voru á Grímseyjarbeltinu, norðan Grímseyjar og inn í Öxarfjörð. Einnig var slæðingur af skjálftum á Grímseyjarsundi. Stærsti skjálftinn á brotabeltinu var 2,6 að stærð með upptök í Eyjafjarðarál en þar mældust 2 skjálftar.

Einn smáskjálfti var við Þeistareyki, tveir við Reykjahlíð við Mývatn og 5 í nágrenni Kröfluvirkjunar. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð þann 2.1. 2016 kl. 09:56 með upptök um 1,5 km suðsuðaustur af Kröfluvirkjun.

Hálendið

Rúmlega 50 skjálftar mældust undir og við Vatnajökul. Undir Bárðarbunguöskjunni voru 25 skjálftar og þar mældist stærsti skjálftinn af stærð 3 þann 30.12. 2015 kl. 00:27 með upptök við suðurjaðar öskjunnar. Um 15 skjálftar voru í ganginum við norðurjaðar Dyngjujökuls, sá stærsti 1,2 að stærð. Á Lokahrygg voru 4 skjálftar, sá stærsti 1,4 að stærð. Við Kverkfjöll voru 2 skjálftar, sá stærri 1,9 að stærð. Einnig voru skjálftar við Vött og undir Öræfajökli. Einn skjálfti af stærð 1,4 var í Morsárdal, um 6 km norður af Skaftafelli þann 2.1. 2016 kl. 19:42.

Um 40 skjálftar mældust við Herðubreið og Öskju. Flestir voru við Herðubreið og Töglin og mældust stærstu skjálftarnir þar 1,4 stig.

Undir Langjökli mældust 4 skjálftar og mældist stlærsti skjálftinn 2,7 stig með upptök vestur af Hrútfelli um 18 km suðvestur af Hveravöllum. Einnig mældust 4 skjálftar í Þórisjökli, sá stærsti 2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli voru 12 skjálftar. Þar af voru 3 undir vesturhluta jökulsins og 9 undir Kötluöskjunni. Stærsti skjálftinn var af stærð 1,8 með upptök við suðausturjaðar Kötluöskjunnar.
Einn smáskjálfti af stærð 0,6 var við Eyjafjallajökul um 6,5 km norður af Skógum.

Á Torfajökulssvæðinu mældust 3 skjálftar, sá stærsti 1,7 stig.

Jarðvakt