| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160201 - 20160207, vika 05

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 350 skjálftar voru staðsettir í fimmtu viku. Stærsti skjálftinn mældist við syðri enda Kleifarvatns um 3.9 að stærð og varð hanns vart í byggð. Skjálftahrina í Öxarfirði hélt áfram og var stærsti skjálftinn þar mældur af stærð 3.1. Tveir skjálftar mældust í yfir þremur að stærð í Bárðarbungu.
Suðurland
Um 30 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni þar af 22 af Hengilssvæðinu, fjórir í Ölvusi sá stærsti mældist 1.2 að stærð. Einn í Árnessýslu, þrír í Rangárvallasýslu, enginn við Heklu og einn á Torfajökulssvæðinu.
Reykjanesskagi
Eftir kvöldmat um 19:50 þann 03. febrúar mældist skjálfti 3.9 að stærð við syðri enda Kleifarvatns sem fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu og fengum við tilkynningar þess efnis gegnum vefinn okkar. Einn minni eftirskjálfti sem mældist um 2.4 að stærð um miðnætti sama dags fannst einnig. Alls mældust 76 skjálftar á Reykjanesi í vikunni og voru þeir allir nema einn á svæði umhverfis Kleifarvatn, sá staki mældist við Núpstaðaháls, af stærð 0.4.
Norðurland
Jarðskjálfta hrina stóð yfir í Öxarfirði og mældust þar 122 smáskjálftar einn mældist 3.1 að stærð, aðrir voru minni. Á Skjálvanda mældust 2 smáskjálftar. Einn smáskjálfti mældist um 2.5 km ANA við Húsavík. Einn við Bæjarfjall suðvestan Þeistareykja. Þrír við Gæsafjöll og einn sunnan við Reykjahlíð.
Hálendið
Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust í Bárðarbungu sá stærsti var mældur af stærð 3.5 og hinn um 3. Alls mældust 32 skjálftar við Bárðarbungu. Um 15 skjálftar mældust í ganginnum sá stærsti um 1.3 að stærð. Við Öskju og Herðubreiðartögl mældust alls 49 skjálftar sá stærsti um 1.5 að stærð.
Mýrdalsjökull
Tólf skjálftar voru mældir við Mýrdalsjökul sá stærsti mældist 2.5 að stærð rétt norðan við miðja öskjuna, annar á svipuðum stað mældist 1.3 að stærð. Tveir við austurhluta öskjunnar af stærðum 1.5 og 1.2 og tveir norðaustan við Hábungu af stærðum 1.3 og 1.3. Einn skjálfti mældist í syðri brún Eyjafjallajökuls um 1 að stærð.
Jarðvakt Einar Hjörleifsson og Martin Hensch