| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160215 - 20160221, vika 07
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 300 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærsti skjálftinn var að stærð 2,9 í Bárðarbungu þann 21. febrúar. Flestir jarðskjálftar mældust við Dyngjufjöll og í Öxarfirði. Enginn skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni. Tveir skjálftar mældust við Langjökul, 1,4 og 1,2 að stærð þann 21 febrúar.
Suðurland
Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Sex skjálftar mældust í Henglinum, sá stærsti 1,6 að stærð. 16 skjálftar mældust við Hellisheiðavirkjun, sá stærsti 1,4 að stærð, langflestir þeirra mældust þann 20. febrúar.
Reykjanesskagi
Á Reykjanesi mældust 12 jarðskjálftar, sá stærsti var 1,7 að stærð þann 17. febrúar. 4 jarðskjálftar mældust vestan við Kleifarvatn, sá stærsti 1,3 að stærð. Tveir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærri 2,0 að stærð þann 16. febrúar.
Norðurland
Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi, langflestir eða 50 mældust í Öxarfirði en jarðskjálftahrina hefur verið í gangi þar síðustu vikur. Þó er farið að draga mikið úr þeirri hrinu. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð þann 16. febrúar. 15 skjálftar mældust nærri Grísmey, sá stræsti 2,1 að stærð. Einn skjálfti mældist rétt norðaustan við Húsavík, 1,0 að stærð þann 20. febrúar.
Hálendið
Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli, þar af tæplega 30 í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn mældist 2,9 að stærð í Bárðarbungu þann 21. febrúar kl 19:16. Tæplega 20 skjálftar mældust í ganginum, sá stærsti 1,0 að stærð. Við Öskju og Herðubreiðartögl mældust rúmlega 60 jarðskjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð. Tveir skjálftar mældust við Langjökul, 1,4 og 1,2 að stærð þann 21 febrúar.
Mýrdalsjökull
12 jarðskjálftar mældust við Mýrdalsjökul í vikunni. Sá stærsti var 1,1 að stærð. 5 skjálftar mældust innan Kötluöskjunnar. 10 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,5 að stærð.
Jarðvakt Kristín E. Guðmundsdóttir, Svava Björk Þorláksdóttir og jarðvaktarteymi