Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160620 - 20160626, vika 25

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 400 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar mældist þann 25. júní kl 13:17 í Bárðarbungu og var hann 4,0 að stærð. Alls mældust sex jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð í vikunni, fimm í Bárðarbungu 25. og 26. júní, og einn á Torfajökulsvæðinu þann 23. júní kl 20:36 og var hann 3,2 að stærð. Sá skjálfti fannst vel á tjaldstæðinu við Landmannalaugar. Um 60 skjálftar voru við Bárðarbungu, 30 undir Mýrdalsjökli og fjórir við Heklu.

Reykjanesskagi

Tæplega 60 jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga, flestir eða tæplega 50 í kringum Krýsuvík. Sá stærsti var 2,2 að stærð þann 21. júní kl 08:42. Þrír skjálftar áttu upptök á Reykjaneshrygg þann 25. júní, sá stærsti 1,7 að stærð um 24 km suðvestur af Reykjanestá.

Suðurland

Tæplega 40 jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sá stærsti 1,4 að stærð þann 20. júní kl 18:33. Um 10 skjálfar urðu á Hengilssvæðinu, allir undir 1,0 að stærð. Tveir skjálftar mældust í Þrengslum, báðir undir 1,0 að stærð. Fjórir skjálftar urðu við Heklu, sá stærsti þann 20. júní kl 15:04 og var 1,1 að stærð.

Mýrdalsjökull

Um 30 jarðskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í vikunni, sá stærsti 2,7 að stærð 20. júní kl 13:16 í norðvestanverðri Kötluöskjunni. Alls urðu níu skjálftar innan Kötluöskjunnar. Fimm skjálftar urðu við Goðabungu, sá stærsti 1,9 að stærð þann 25. júní kl 14:09. Átta skjálftar urðu á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 3,2 að stærð á vestanverðri brún Torfajökulsöskjunnar, um 12 km vestur af tjaldstæðinu í Landmannalaugum, þann 23. júní kl 20:36. Skjálftinn fannst vel á tjaldstæðinu. Tveir minni skjálftar fylgdu af stærð 1,2 og 1,3.

Hálendið

Um 160 jarðskjálftar voru staðsettir á hálendinu. Af þeim voru um 60 í Bárðarbungu, en fimm skjálftar voru yfir 3,0 að stærð og mældust fjórir þeirra 25. júní. Sá stærsti var 4,0 að stærð kl 13:17 og í kjölfarið fylgdu 3,2 að stærð kl 13:18 og 3,9 að stærð kl 13:45. Fyrr sama dag var skjálfti af stærð 3,5 kl 07:19. Daginn eftir, þann 26. júní var annar skjálfti af stærð 3,2 kl 18:19. Sjö skjálftar voru í ganginum undir Dyngjujökli, sá stærsti 1,4 að stærð þann 26. júní kl 23:05. Tveir skjálftar voru við Grímsfjall þann 24. og 26. júní, báðir undir 1,0 að stærð. Fimm skjálftar voru í Öræfajökli, sá stærsti 1,2 að stærð þann 25. júní kl 22:44. Sex skjálftar voru við Öskju, allir undir 1,0 að stærð. Um 40 skjálftar voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl í vikunni, sá stærsti 1,8 að stærð þann 26. júní kl 16:31. Rólegt var við Langjökul og Hofsjökul.

Norðurland

Um 70 jaðskjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu. Flestir þeirra eða rúmlega 30 urðu á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 2,3 að stærð þann 21. júní kl 20:55 norðvestan við Grímsey þar sem tæplega 10 skjálftar mældust í vikunni. Rúmlega 20 skjálftar mældust norðan og austan við Grímsey í smáhrinu í vikunni, sá stærsti 2,2 að stærð þann 20 júní kl 09:54. Auk þess voru 3 skjálftar við Eyjafjarðarál og um 20 í Öxarfirði, sá stærsti 1,3 að stærð þann 21. júní. Tæplega 10 skjálfar voru á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Fimm skjáftar voru á Kröflusvæðinu, sá stærsti 1,9 að stærð þann 24. júní kl 19:36. Tveir litlir skjálftar mældust við Þeistareyki þann 22. júní.

Jarðvakt